Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn

3. ágú. 2007

Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.

Farið var með hópinn á Langasand og í skógræktina þar sem grillaðar voru pylsur. Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel.

Rauða kross deildir á Vesturlandi koma að sumarbúðum í Holti á hverju ári í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðara á Vesturlandi. Deildir svæðisins styðja verkefnið bæði með fjárstuðningi og sjálfboðnu starfi í Holti.