Staða ungra innflytjenda

25. sep. 2007

Mikið fjölmenni var á málþingi um stöðu ungra innflytjenda og framtíð þeirra í íslensku þjóðfélagi sem var haldið í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær.

Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem flust hafa hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gafst ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild.

Rúmlega 200 manns alls staðar að úr heiminum sóttu þingið og komu með reynslusögur. Þátttakendur voru virkir og líflegar umræður urðu í salnum. Einnig fór fram hópastarf. Niðurstöður þeirra verða teknar saman og birtar siðar.

Hægt er að heyra brot af því sem ungmennin höfðu að segja á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.

Erindi sem flutt voru eru eftirfarandi:
Erum við Íslendingar? Vuong Nu Thi Dong frá Víetnam
Metamorphosis  Jorge Montalvo frá Kólumbíu
Ég vil komast í háskólann Laura Carolina Acosta Gomez frá Kólumbíu
How do you like Iceland? Raúl Saenz frá Mexíkó og Chang Long Xu frá Kína
Störf og réttindi  Olena Fitts frá Úkraínu
Hvað vil ég fá út úr lífinu? Hai-Anh Thi Nguyen frá Víetnam
Ástæður fordóma  Julie Sif Sigurðardóttir af frönskum-íslenskum uppruna

Málþingið var haldið í samvinnu við Framtíð í nýju landi sem er samstarfsverkefni Rauða krossins, Reykjavíkurborgar, Alþjóðahúss, Velferðarsjóðs barna, stéttarfélagsins Eflingar, ásamt mennta- og félagsmálaráðuneyti.