Halloween partý hjá Móral

6. nóv. 2011

Mikið fjör var á síðasta fundi Mórals, ungmennastarfs Kjósarsýsludeildar, en þá var haldið Halloween partý. Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 19:30 í Þverholti 7. 

Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu deildarinnar hérna. 

Í Móral fræðast krakkarnir um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

Sigurvegari í búningakeppninni var Hjördís "sombie", Eydís Birna "hestastelpa" lenti í 2. sæti og Jakob "vampíra" í þvi þriðja.

 

Dagskráin fram að jólum er fjölbreytt og má þar nefna spurningakeppni, plakatgerð, brjóstsykurgerð, fræðsla tengd alnæmisdeginum og fleira.

Viltu vita meira um Móral?  Hafðu þá samband í síma 564 6035 eða sendu póst á kjos@redcross.is.