Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa

21. feb. 2008

Það var oft handagangur í öskjunni hjá skyndihjálparhópum Reykjavíkurdeildar og ungmenna á Austurlandi í sameiginlegri æfingarferð þeirra um síðustu helgi í Alviðru í Ölfusi. Auk hópanna tveggja tóku tveir sjálfboðaliðar frá gambíska Rauða krossinum þátt í dagskránni.

Þátttakendur þreyttu ýmsar þrautir og tóku þátt í margvíslegum skyndihjálparæfingum, bæði úti og inni. Jafnframt lærðu þeir um áverkaförðun, áverkamat og forgangsröðun sjúklinga.

Ferðin tókst sérlega vel og þótti hópunum tveimur ómetanlegt að kynnast, miðla af reynslu sinni og stilla saman strengi.

Einn af hápunktum helgarinnar var þegar þrettán ,,óvæntir sjúklingar” frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins settu upp hópslys í útihúsum Alviðru. Meðfylgjandi myndir eru einmitt teknar á þeirri æfingu.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi skyndihjálparhópa geta snúið sér til eftirfarandi:

Skyndihjálparhópur á Akranesi: Akranesdeild Rauða krossins, akranes@redcross.is.
Skyndihjálparhópur á Ísafirði: Svæðisfulltrúi á Vestfjörðum. vestfirdir@redcross.is.
Skyndihjálparhópur í Reykjavík: Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar, marin@redcross.is.
Skyndihjálparhópur á Norðurlandi: Svæðisfulltrúi á Norðurlandi, gudnybj@redcross.is.
Skyndihjálparhópur ungmenna á Austurlandi: Svæðisfulltrúi á Austurlandi, maria@redcross.is.