Landsfundur Urkí

4. apr. 2008

L a n d s f u n d u r Urkí verður haldinn laugardaginn 19. apríl 2008 frá kl. 13:00-15:00
í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
 
Dagskrá landsfundar samkvæmt 6.gr. starfsreglna er eftirfarandi

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
6. Kosning varamanna stjórnar skv, 7 gr
7. Önnur mál.

Allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar.

Samtals eru 8 sæti í kjöri og óskar stjórn URKÍ að framboð berist varaformanni URKÍ Hannesi Arnórssyni fyrir aðalfund (hannesar@gmail.com). Einnig er heimilt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Þeir sem hafa áhuga skulu ekki hika við að bjóða sig fram.

Öllum félögum Rauða kross Íslands sem eru 30 ára eða yngri er heimilt að bera upp tillögur um breytingar á starfsreglum URKÍ. Breytingatillögur skulu berast stjórn URKÍ tveimur vikum fyrir landsfund. Allar breytingatillögur skal bera upp á löglegum landsfundi. Breytingatillögur öðlast gildi ef meirihluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt og stjórn Rauða kross Íslands samþykkir þær.
Hægt er að nálgast starfsreglur URKÍ á slóðinni
http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/wa/dp?id=1000417