Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóv. 2011

Nemendur Réttarholtsskóla afhentu í dag fulltrúum Rauða krossins þá fjárhæð sem safnaðist í söfnunarátaki skólans til stuðnings Vin - athvarfi fyrir fólk með geðraskanir.  

Nemendur bjuggu til öskjur með óskastjörnum í til styrktar áframhaldandi starfsemi Vinjar sem þeir svo seldu. Alls söfnuðust 412.500 krónur.

Hlynur Örn Ómarsson, nemandi í 10. bekk, afhenti fulltrúum Rauða krossins ávísun á söfnunarféð, en enginn einstakur nemandi náði að safna jafnmiklu og hann, eða 12.500 krónum.

Í tengslum við söfnunina fengu nemendur fræðslu um starfsemi Rauða krossins og heimsókn frá starfsfólki og gestum Vinjar.

Rauði krossinn færir Réttarholtsskóla innilegar þakkir og einnig öllum þeim sem studdu átakið með því að festa kaup á óskastjörnum.