Vinnuhelgi um ungmennamál

3. nóv. 2008

Sameiginleg vinnuhelgi Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldin 17.-19. október í Munaðarnesi í Borgarfirði. Þar komu saman stjórnarmeðlimir ásamt stjórn Ungmennahreyfingar Reykjavíkurdeildar ásamt nefndarmönnum í alþjóða-, rit-, og verkefnanefnd URKÍ.

Helgin var nýtt í að skipuleggja þau verkefni sem stjórnirnar og nefndir URKÍ ætla að vinna að á komandi mánuðum og má segja að ýmislegt sé í deiglunni.

Að sjálfsögðu var haustveðrið nýtt, grillað var ofan í liðið og haldin frábær kvöldvaka. Vinnan gekk einstaklega vel og voru allir ánægðir með árangur helgarinnar.

Nánar um starf ungmennahreyfingarinnar