Leiðbeinendanámskeið fyrir Á flótta

16. jan. 2009

Leiðbeinendanámskeið fyrir leikinn Á flótta verður haldið helgina 30. janúar til 1. febrúar. Allir þeir sem lokið hafa þátttöku í leiknum geta sótt um og er um að gera að nota þetta tækifæri. Næsti Á flótta leikur verður haldinn um miðjan febrúar (auglýst síðar).

Námskeiðið er ætlað sem undirbúningur fyrir leiðbeinendur. Leikurinn verður krufinn til mergjar og farið í gegnum markmiðin í öllum liðum. Til að teljast fullgildir leiðbeinendur þarf að ljúka þessu námskeiði.

Námskeiðið verður haldið í Alviðru í Grímsnesi og er sjálfboðaliðum að kostnaðarlausu. Rúta mun flytja þátttakendur frá Reykjavík í Alviðru á föstudeginum og tilbaka á sunnudeginum.

Skráning fer fram á netfanginu aflotta@gmail.com. Þar mun einnig verða hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið. Einnig veitir Berglind Rós Karlsdóttir forstöðukona Ungmennadeildar Rauða krossins nánari upplýsingar. Hægt er að ná á hana í síma 545-0407 eða á netfangið berglind@redcross.is.