Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar árið með fullum þunga

23. jan. 2009

Mórall, Ungmennastarf Rauða krossins í Kjósarsýsludeild, heldur fyrsta fund sinn á þessu ári í dag klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7 Mosfellsbæ. Fundur í X-hópnum verður síðan haldinn fimmtudaginn 29. janúar klukkan 20:00.

Mórall er ungmennastarf fyrir hressa krakka á aldrinum 13-16 ára. Hist er einu sinni í viku og gert ýmislegt sem tengist Rauða krossinum og skemmt sér saman. Dagskráin fyrir vormisserið er tilbúin og verður mikið um að vera. Það má nefna keiluferð, gestakomur og lokaferð í sumar.

X-hópur er starf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára sem hittist einu sinni í mánuði og vinnur verkefni sem tengjast Rauða krossinum.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.