Á flótta leiðbeinendanámskeið

Katrínu Björgu Stefánsdóttur

24. feb. 2009

Stór hluti skyndihjálparhóps ungmenna á Austurlandi, þær sömu og höfðu áður farið á Flótta, fóru í byrjun mánaðarins á leiðbeinendanámskeið fyrir Á flótta sem var haldið í Alviðru.

Ferðin hófst á föstudegi með flugi frá Egilsstöðum. Þegar til Reykjavíkur var komið vorum við drifnar upp í rútu þar sem um 15 önnur ungmenni voru í sömu erindagjörðum og við.

Þegar á Alviðru var komið tók við að koma sér fyrir og svo eftir smá hressingu tók lærdómurinn við. Stóð hann fram á kvöld og hélt áfram allan laugardag og fyrripart sunnudags. Var helgin mjög lærdómsrík og skemmtileg og færum við kennurum okkar þakkir fyrir góða helgi.

Teljum við Austfjarðastúlkunar nú okkur fullfærar um að taka þátt í Á flótta sem leiðbeinendur. Fyrst þurfum við að taka þátt í einum leik sem svokölluð folöld og bíðum við nú spenntar eftir að geta tekið þátt í leik sem fyrst.