Kastljósþátturinn um alnæmisleikinn kominn á vefinn

12. mar. 2009

Rauða kross ungmenni af öllu höfuðborgarsvæðinu sameinuðust fimmtudagskvöldið 27. nóvember 2008 í húsakynnum Kópavogsdeildar. Samkoman var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega alnæmisdaginn, sem haldinn er ár hvert 1. desember.

Auður Ásbjörnsdóttir stjórnarmeðlimur URKÍ hélt utan um svokallaðan „alnæmisleik". Leikurinn varpar ljósi á hvernig fólk getur sýkst af alnæmisveirunni. Kastljós kom í heimsókn og fylgdist með leiknum.

Ingi Rafn Hauksson frá Alnæmissamtökunum kom einnig og fjallaði um alnæmi og sagði ungmennunum frá sinni persónulegu reynslu og aðstæðum alnæmissmitaðra á Íslandi.

Kastljósþátturinn er vistaður á myndbandasíðu Rauða kross Íslands á YouTube