Landsmót í stormi

14. mar. 2009

Landsmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins er haldið um helgina í Vík í Mýrdal. Ekki er hægt að segja annað en mótið hafi byrjað með stæl þar sem stór hluti hópsins var veðurtepptur á leiðinni.

Notið var leiðsagnar formanns Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins og fékk hópurinn inni í bændagistingunni í Drangshlíð þar sem vel fór um alla í nótt.

Miklir fagnaðarfundir urðu þegar hópurinn mætti í Vík klukkan 9:30 í morgun.

Mótið stendur fram á morgundaginn. Það einkennist af fræðandi og krefjandi fyrirlestrum svo sem ræðuhaldi þar sem þátttakendur standa frammi fyrir þeirri krefjandi ógn að koma fram, og ýmsum leikjum.

Kvenfélag Hvammshrepps sér um mat fyrir þátttakendur af stakri snilld.