Sumarbúðir fyrir unglinga - skráning er hafin

3. apr. 2009

Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins verða haldnar að Löngumýri í Skagafirði í sumar, annað árið í röð. Í þetta sinn verða þær dagana 12.-16. ágúst. Þátttaka er opin öllum unglingum á aldrinum 12-16 ára.

Aðstaða á Löngumýri er til fyrirmyndar. Unglingarnir gista í tveggja til þriggja manna herbergjum, boðið er upp á hollan og góðan mat og séð er til þess að engum leiðist frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Á sumarbúðunum er unnið út frá grundvallarmarkmiðum Rauða krossins og farið í viðhorf unglinganna til ýmissa þjóðfélagshópa. Að auki gerist eitthvað ævintýralegt og spennandi á hverjum degi svo sem klettasig, flúðasiglingar, hlutverkaleikir og hamagangur í litlu kringlóttu sundlauginni á Löngumýri. Það verður enginn svikinn af dvöl á Löngumýri.

Skráning

Myndirnar eru frá sumarbúðunum á síðasta ári