Áhugaverður fyrirlestur

15. apr. 2009

Mánudagskvöldið 20. apríl klukkan 20:00 ætla þau Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga, sjálfboðaliðar í Ungmennahreyfingu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, að vera með fyrirlestur um ferð sína til Palestínu.

Fyrirlesturinn verður haldinn að Laugavegi 120, hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands í sal á fimmtu hæð (Hús KB banka við Hlemm).

Gunnlaugur og Kristín heimsóttu Palestínu í marsmánuði sl. og upplifðu ýmislegt sem við þekkjum ekki svo vel hér.

Hér er vitnað í Kristínu Helgu eftir að heim var komið:

„Þessi ferð var sú ótrúlegasta reynsla sem ég hef upplifað hingað til. Allt annar menningarheimur og algjörlega frábrugðið því sem maður sér í fréttunum. Málið er nefnilega að fréttirnar hér á Íslandi frá þessu landsvæði sýnir aðeins það versta og blóðugasta sem hægt er að finna á hverjum tímapunkti – en ekki venjulegur dagur í lífi fólks eða álíka hversdagslegt. Þar af leiðandi vitum við hér heima skuggalega lítið um líf og kjör palestínskra barna og fjölskyldna."

Þetta er forvitnilegt málefni og eru sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands sérstaklega hvattir til að mæta.

Allir sem áhuga hafa á að kynna sér það sem er að gerast í Palestínu eru boðnin hjartanlega velkomin.