Árshátíð URKÍ

25. apr. 2009

Árshátíðin verður haldin að kvöldi landsfundar Urkí eða þann 25. apríl og er því eins konar uppskeruhátíð. Landsfundurinn verður haldinn í Efstaleiti milli kl. 13 og 15

Árshátíðin verður með öðru móti í ár en nú hafa Urkí og Urkí-R sameinast í að halda árshátíð.

Árshátíðin verður haldin í sal safnaðarheimilis Fríkirkjunnar, Laufásveg 13. Húsið opnar kl. 18 og mun dagskrá standa til miðnættis. Þá er formlegri dagskrá lokið en fólki verður frjálst að vera lengur eða fara annað.

Ef fólk vill koma með skemmtiatriði þá endilega hafa samband við stjórnendur, en það má nefna að árshátíðarmynband Urkí og Urkí-R verður frumsýnt þetta kvöld:) og að sjálfsögðu verður krýning á herra og frú Urkí eins og hefð hefur skapast fyrir.

Það kostar 1500 kr. á árshátíðina og verður gestalisti, þannig að engar áhyggjur af miðum :)
Svona að lokum þeir sem ætla að fá sér vín-, bjór- eða annan dreitil með matnum eru beðnir um að koma með það sjálfir

Skráning

Bent er á að aldurtakmarkið á árshátíðina er 18 ára!