Landsfundur URKÍ haldinn um helgina

27. apr. 2009

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldinn á laugardaginn á landsskrifstofu félagsins í Efstaleiti 9. Rúmlega 30 URKÍ félagar sátu fundinn, auk formanns Rauða kross Íslands. Jón Þorsteinn Sigurðsson, sem setið hefur sem formaður síðastliðin tvö ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pálína Björk Matthíasdóttir (Reykjavíkurdeild) sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Pálína er 27 ára viðskiptafræðingur og starfaði síðast sem varaformaður URKÍ. Auk þess hefur hún setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Rauða krossins. Þá situr Pálína jafnframt í stjórn Landsambands æskulýðsfélaga (LÆF).

Auk Pálínu voru eftirfarandi kjörnir í stjórn eftir spennandi kosningu: Svava Traustadóttir (Bolungarvíkurdeild), Arna Dalrós Guðjónsdóttir (Ísafjarðardeild), Ágústa Ósk Aronsdóttir (Kjósarsýsludeild), Gísli Sigurður Gunnlaugsson (Hafnarfjarðardeild), Guðný Halla Guðmundsdóttir (Hafnarfjarðardeild) og Vera Sveinbjörnsdóttir (Reykjavíkurdeild). Varamenn eru Margrét Inga Guðmundsdóttir (Héraðs- og Borgarfjarðardeild) og Unnur Tryggvadóttir Flóvenz (Kópavogsdeild).

Ný stjórn ásam Jóni Brynjari Birgissyni starfsmanni URKÍ á landsskrifstofu: Fremri röð frá vinstri: Ágústa Ósk Aronsdóttir, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Guðný Halla Guðmundsdóttir og Svava Traustadóttir. Aftari röð frá vinstri: Jón Brynjar Birgisson, Margrét Inga Guðmundsdóttir, Vera Sveinbjörnsdóttir, Pálína Björk Matthíasdóttir, Arna Dalrós Guðjónsdóttir og Gísli Sigurður Gunnlaugsson.