Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn

30. apr. 2009

Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

Auk deildarinnar komu að kennslunni Jón Þorsteinn Sigurðsson formaður Ungmennahreyfingar Rauða krossins sem sagði frá ungmennastarfinu og Baldur Steinn Helgason verkefnisstjóri á alþjóðasviði sem kynnti starfið í Afríku. Til stendur að þessi áfangi verði endurtekinn í skólanum á vorönn 2010.

 

 

 

Nemendur í áfanganum. Á myndina vantar einn nemanda.