Bjartari framtíðarsýn

Svövu Traustadóttur

4. maí 2009

Fyrir tveimur árum sá ég mig ekki vera sú týpa sem gæti stundað Háskólanám því að mér gekk illa í skóla og hafði nánast engan áhuga. Ég er búin að gera þrjár tilraunir til að fara í framhaldsskóla og byrja önnina alltaf með bjartsýni og ég ætla að vinna heiminn en þegar líður á önnina þá hef ég alltaf misst áhugann. Ég tel að þetta sé út af því ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í námi í grunnskóla og var alltaf miklu betri í verklegum fögum eins og handavinnu og matreiðslu. Ég hafði ef til vill mikla minnimáttarkent gagnvart öðrum sem gengur vel að læra því að ég er lesblind og geri að mestu enn.

Enn síðan ég byrjaði að vinna sem sjálfboðaliði og var kosin í stjórn URKÍ þá hefur mín minnimáttarkennd minnkað og ég er farinn að sjá að það skiptir engu hvort þú ert menntaður eða ómenntaður þegar þú vinnur sjálfboðastarf því að þar eru allir jafnir og skoðanir hvers og eins skipta alveg jafn miklu máli.

Fyrir vikið er ég byrjuð aftur að læra og ætla bara að fara rólega og taka það sem ég get sjálf í fjarnámi og taka svo afganginn í kvöldskóla. Það á eftir að taka tíma en ég vil klára stúdentinn og fara í Háskólann og hef verið að gæla við þá hugmynd að fara í mannfræði. Sem er eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti gert því að mér fannst ég bara ekki vera nógu gáfuð til að geta lært slíkt. Ég reyndar veit að ég á mjög líklega eftir að skipta um skoðun um það sem ég ætla að læra í háskóla. Þá er aðal málið það að ég hef fengið mitt sjálfstraust við að vinna fyrir Rauða krossinn að skipuleggja viðburði og mæta á fundi, hitta annað fólk og kynnast þeirra skoðunum á lífinu þá sé ég að ég er nokkuð klár stelpa og ég get gert allt sem ég vil þarf bara að hafa trúa á sjálfri mér.