Skyndihjálparhópur URkÍ-R að störfum á Gay Pride

13. ágú. 2009

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík var við sjúkragæslu meðan Gay pride hátíðin fór fram síðasta laugardag.

Vaktin gekk vel fyrir sig og voru hópmeðlimir og stjórnendur hátíðarinnar ánægðir með samstarfið. Skyndihjálparhópurinn var í fyrsta sinn að vinna með Gay pride og er stefnt að því að hátíðin verða aftur í samstarfi um sjúkragæslu að ári liðnu.