Þorir þú Á Flótta?

2. sep. 2009

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttamanna í heiminum upplifa lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á flótta” er hlutverkaleikur þar sem að fólki 16 ára og eldra gefst kostur á því að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring.
Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf.
Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

Tilgangur með leiknum er að þátttakendur öðlist aukinn skilning á hlutskipti flóttamanna. Leikurinn er erfiður og ná ekki allir að ljúka honum, en hann er jafnframt mjög skemmtilegur  og öruggt að þáttakendur upplifa nokkuð sem þeir munu seint gleyma

Hvað eiga þáttakendur að hafa með sér?
•    Hlý föt til skiptanna
•    Svefnpoka
•    Útiföt (úlpu o.þ.h)

Þátttakendur eiga ekki að taka með sér verðmæti, farsíma né nokkuð matarkyns. Mikilvægt er að borða staðgóðan morgunmat áður en leikur hefst.

Hvenær er næsti leikur? 12 september 2009
Hvað kostar? 1000 kr staðfestingargjald
Hvar er hann haldin? Á Suðurnesjum


Hvar er hægt að skrá sig? Hægt að skrá sig á heimasíðu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins með því að smella hér.

Lokadagur skráningar er miðvikudagurinn 09 september 2009.
Fólk 18 ára og yngra þarf að skila inn samþykki foreldra. Eyðublöð fást hjá URKÍ-R.

Kynningarfundur verður haldinn þrið. 8 sept. næstkomandi kl. 20:00 á Laugavegi 120, 5. hæð, gengið er inn Rauðarástígsmegin.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Rós Karlsdóttir í síma 545-0407 eða á netfangið [email protected]