BUSLarar í Keilu

18. nóv. 2009

Keilunum í Keiluhöllinni voru þeyttar niður hver á fætur annarri síðastliðinn miðvikudag þegar BUSLarar komu saman á sínum hálfsmánaðar hittingum. Snilldar taktar voru sýndir enda mikið keppnisfólk mætt á svæðið. Sjálfboðaliðar og BUSLarar skemmtu sér konunglega enda alltaf líf og fjör þegar þessi skemmtilegi hópur hittist.

BUSL er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og URKÍ-R og er fyrir hreyfihamlaða unglinga. Hópurinn hittist annan hvern miðvikudag milli kl. 19:30-22:00 og eru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.  Bakstöðvar hópsins eru í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 og er starfið opið öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára.

Leifur Leifsson stýrir verkefninu með styrkri hönd og honum til halds og traust eru sjálfboðaliðar frá URKÍ-R,en þeir verða að hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast hjá starfsmanni URKÍ-R á netfangið [email protected] eða hjá Leifi Leifssyni verkefnastjóra [email protected]