Börn og umhverfi Patreksfirði

15. maí 2015

Rauði krossinn í Barðastrandasýslu heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 11-15 ára, 15. maí kl. 14-18 og 16. maí kl. 10-14 í Patreksskóla.

Á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hrefna Henný Víkingur hjúkrunarfræðingur.

Námskeiðsgjald er krónur 2.000. Upplýsingar og skráning hjá Hrefnu H. Víking í sima 847 6612