24. sep. 2014 : Seldu skraut og fleira

12. feb. 2013 : 112 dagurinn í Skagafirði

31. maí 2011 : Tómstundahópur Rauða krossins fær styrk

Það hljóp heldur  betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í gær þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna.

Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu  en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut  Tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel.

Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag.
 

18. ágú. 2010 : Mikilvægir þátttakendur í hjálparstarfi Rauða krossins

Þær Ásta Lilja Gísladóttir og systurnar Sigrún og Guðrún Vernharðsdætur , taldar frá vinstri á myndinni,  söfnuðu saman dóti í herbergjunum sínum og héldu tombólu.  Þetta dót voru þær hættar að leika sér með, en töldu að einhverjir aðrir mundu vilja nota það.  Reyndist þetta rétt hjá þeim því tombólan gekk vel og þær færðu Skagafjarðardeild Rauða krossins alla peningana, sem reyndist vera kr. 5.500,-

Þær tóku fram að þær vildu að peningarnir færu í hjálpargögn fyrir fólkið í Pakistan sem er í nauðum statt vegna mikilla flóða.. Rauði kross Íslands er einmitt með söfnun í gangi og  þakkar vinkonunum fyrir hugulsemina.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast þegar þau halda tombólur.

Árlega halda um fjögur hundruð börn tombólur og safna allt að milljón krónum sem varið er til að aðstoða börn víðsvegar í heiminum sem eiga um sárt að binda.

18. ágú. 2010 : Góðar gjafir

Birta Rós Daníelsdóttir, Anna Margrét Hörpudóttir, Sólveig Birta Eiðsdóttir, Ástrós Baldursdóttir, Björg Þóra Sveinsdóttir, Hallgerður Erla Hjartardóttir og Ásthildur Ómarsdóttir héldu tombólu og afhentu Skagafjarðardeild Rauða krossins afraksturinn, sem reyndist vera kr. 9.458,-

Deildin þakkar stúlkunum dugnaðinn, og áætlar að nota peningana til að kaupa garn fyrir konurnar í Prjónahópnum, svo þær geti haldið áfram að útbúa fatapakka fyrir smábörn í Afríku.

16. júl. 2010 : Fjölbreytt dagskrá á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi ljúka sínu þriðja tímabili í dag. Sumarbúðirnar eru byggðar upp á skemmtun, fræðslu og afþreyingu þar sem allir fá að njóta sín miðað við fötun hvers og eins.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

29. jún. 2010 : Safna fyrir börn á Haítí

Þorbjörg Ingvarsdóttir og Kamilla Brá Brynjarsdóttir efndu til tombólu við Hlíðarkaup á Sauðarkróki og söfnuðu á tveimur tímum 8.156 krónum fyrir hjálparstarf Rauða krossins.

Þeir peningar sem tombólubörn safna á árinu fer til hjálpar börnum á Haítí. Rauði krossinn þakkar þessum duglegu stelpum innilega fyrir framtakið og fallega hugsun.

16. mar. 2010 : Vel heppnaður Aðalfundur

Aðalfundur deildarinnar var haldinn síðastliðinn miðvikudag við góðar undirtektir en vel var mætt á fundinn og einn sá fjölmennasti Aðalfundur á norðurlandi vestra.

Þökkum við fyrirlesurunum kærlega fyrir upplýsandi og skemmtilega fyrirlestra og jafnframt er nýliðum í stjórn boðnir velkomnir til starfa hjá deildinni.

Hér fyrir neðan má svo sjá árskýrsluna og framkvæmdaáætlunina fyrir árið 2009.

8. mar. 2010 : Aðalfundur 10. mars kl.20.00

Aðalfundur

Hinn árlegi aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í húsnæði deildarinnar, Aðalgötu 10b Sauðárkróki            miðvikudaginn 10. mars kl. 20.00

Almenn aðalfundarstörf og fræðsluerindi

Hörður Sveinsson félagi í Björgunarsveitinni Ársæli og meðlimur í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni mun mæta á fundinn og segja frá ferð Íslendinganna til Haíti og björgunarstörfum þar ytra.

Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi mun halda erindi og sjálfboðaliðar á vegum verkefnisins Evrópa unga fólksins sem dvalist hafa í Skagafirði undanfarna tvo mánuði og munu verða hér fram á haust segja frá störfum sínum.

kaffiveitingar verða í boði

Verið velkomin, félagar jafn sem annað áhugafólk,

Stjórn Rauða kross Íslands Skagafjarðardeild

19. jan. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí

Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.  Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.  

„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."

14. jan. 2010 : Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag

Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag.  Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.

Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.

13. jan. 2010 : Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí

Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.

30. des. 2009 : Sælla er að gefa en þiggja

 

Sunnudaginn 13. desember síðastliðin var sett upp jólatré í Húsi frítímans hér á Sauðárkrók þar sem fólk gat komið og sett pakka undir tré til styrktar mæðrastyrksnefndar en Skagafjarðardeild Rauða krossins og Hús Frítímans sem sinnir tómstundastarfi unnu saman að þessu verkefni.
Þetta var í fyrsta sinn boðið hefur verið upp á pakkasöfnun hér á Sauðárkrók og tókst vonum framar og þökkum öllum kærlega fyrir framtakið og vonum að þetta hafi verið að góðum notum.

30. des. 2009 : Skiptifatamarkaður

 

Um miðjan desember síðastliðin var haldin skiptifatamarkaður hér í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkrók. Fyrirmyndin kemur að sunnan þar sem skiptifatamarkaðir eru haldnir í grunnskólum í samstarfi við skólana og foreldra. Vegna smæðar okkar hér var ákveðið að hafa einn markað, hér á króknum, en mikið úrval var af fatnaði en markhópurinn að þessu sinni voru börn á leikskólaaldri. Þó nokkuð var um að foreldrar mættu með föt af börnum sínum og fengu notuð og ný í staðin.
 
Skiptifatamarkaðurinn nýtti sér einnig tækifærið og fór á stúfana alla leið til Grunnskólans á Hólum Í Hjaltadal en þar var jólamarkaður hjá grunnskólabörnum en vel var tekið á móti okkur þar. Börnin seldu jólate og smákökur sem þau höfðu bakað sjálf en svo gátu einstaklingar verið með bás og selt vörur sínar. Starfsmaður Rauða krossins naut dyggrar aðstoðar tveggja drengja, Hafsteins Más Þorsteinsonar og Ísaks Þóris Ísólfssonar Líndal, við skiptifatamarkaðinn en greinilegt er að áhugi á rauðakrossinum er mikill og fannst börnum sem og fullorðnum þessi nýjung, að geta skipt út fötum og fengið ný, vera frábær hugmynd.

2. des. 2009 : 100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!

Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.

Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.

 

23. nóv. 2009 : skiptifatamarkaður

 Kæru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri

Nú þegar vetur er gengin í garð höfum við hjá Rauða krossinum í Skagafirði sett upp skiptifatamarkað í Rauðakrosshúsinu fyrir allan fatnað. Foreldrar eru hvattir til að koma með notuð föt og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi fatnað eða skó. Hægt verður að skipta yfir í hlý föt, spariföt, buxur, peysur, skó og fleira.
 
Markaðurinn verður staðsettur í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b. á Sauðárkrók.
 
Opnunartími verður frá kl. 15:00 – 18:00 Miðvikudagin 2.des, fimmtudaginn 3. des og föstudaginn 4. des.
 
Endilega nýtið ykkur markaðinn – hann er einmitt fyrir ykkur öll.
 
Kær kveðja frá
Rauði kross Íslands Skagafjarðardeild og Prjónahóp rauðakross Skagafjarðardeildar
 

23. nóv. 2009 : Fatamarkaður - Nytjamarkaður

Fatamarkaður og nytjamarkaður er alla þriðjudaga frá kl. 14:00 - 16:00 fram að jólum í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b.

endilega komið og kíkið við!

Kveðja, Prjónahópur Rauðakross Skagafjarðar

5. nóv. 2009 : Rauði krossinn tók þátt í Multi Musica

Á fyrsta vetrardag var haldin skemmtileg hátíð í Miðgarði.

Forsprakkinn var Ásdís Guðmundsdóttir söngkona. Dagskráin var helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum. Lögin sem flutt voru komu frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu. Falleg og glaðleg lög sem voru flutt vel og af mikilli innlifun og gleði.

27. okt. 2009 : Fatamarkaður - Fatamarkaður

Fatamarkaður verður haldin á laugardaginn 31. október í húsi Rauða krossins á Sauðárkrók, Aðalgötu10b. Opið verður frá 12:0017:00. Úrval af barna -og unglingastærðum á góðu verði. Endilega komið og kíkið við!

20. okt. 2009 : Multi Musica í Miðgarði í Skagafirði á fyrsta vetrardag!!


Þann 24 október nk.verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Þar er um að ræða fjölþjóðlega tónlistarveislu þar sem dagskráin er helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum.

Lögin sem flutt verða koma frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu og er ætlunin að skapa alþjóðlegt, hlýlegt og litríkt andrúmsloft, kveðja sumarið og heilsa vetri. 


Multi Musica eru:
Ásdís Guðmundsdóttir, söngur og ásláttur
Sorin Lazar, gítar og flauta, tónlistarstjórn
Jóhann Friðriksson, trommur
Rögnvaldur Valbergsson, hljómborð,gítar og harmonikka
Sigurður Björnsson, bassi
Sveinn Sigurbjörnsson, bongó og trompet
Íris Baldvinsdóttir, bakraddir og ásláttur
Jóhanna Marín Óskarsdóttir, bakraddir, strengir og ásláttur
Ólöf Ólafsdóttir, bakraddir og ásláttur
Þórunn Valdimarsdótir, bakraddir og ásláttur

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Skagafjarðardeild RKÍ en í hléinu verða gestum boðnar veitingar frá ýmsum löndum sem útbúinn er af nýjum íslendingum, fólki sem er af erlendu bergi brotið og býr í Skagafirði.
Á tónleikana munu fulltrúar frá UNIFEM og Félagi kvenna af erlendum uppruna mæta og kynna starfsemi sína á tónleikunum og í hléi.

Tónlistarskóli Skagafjarðar styrkir einnig verkefnið en hljómsveitin hefur haft þar æfingaaðstöðu.
Menningarráð Norðurlands vestra styrkti verkefnið og ennfremur Sparisjóður Skagafjarðar.

Við lofum ykkur hlýlegri og skemmtilegri tónlistarveislu !!
 

13. okt. 2009 : Kynningarvika Rauða kross Skagafjarðar

Dagskrá

opið hús

opið hús verður í Rauðakrosshúsinu, Aðalgötu 10b, miðvikudagskvöldið 14. okt. Kl: 20:00-22:00. Boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi og vöfflur þar sem starfsemi deildarinnar verður kynnt auk þess geta þeir sem vilja skráð sig sem sjálfboðaliða.

Reyndu þig í skyndihjálp í Skagfirðingabúð

Karl Lúðvíksson, sem er sérfræðingur deildarinnar í skyndihjálp, verður í Skagfirðingabúð föstudaginn 16. okt. kl: 16:00-19:00 en hann mun kynna skyndihjálp og leyfa fólki að spreyta sig á skyndihjálpardúkku á staðnum.

Rauður kross við Sauðárkrókskirkju

Laugardaginn 17. október kl: 11:30 mætum við öll rauðklædd við Sauðárkrókskirkju þar sem við myndum rauðan kross og ljósmyndari tekur svo loftmyndir úr körfubíl. Samsvarandi krossar verða myndaðir um land allt en að sjálfsögðu ætlum við að hafa hann stærstan og flottastan! Góð leið til að slá tvær flugur í einu höggi, senda mynd af sér til vina og ættingjar og um leið styrkja Rauða krossinn

Verið öll hjartanlega velkomin!

Stjórn

Rauða kross Skagafjarðardeildar

13. okt. 2009 : Ert þú til þegar á reynir?

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. En að þessu sinni viljum við safna sem flestum sjálfboðaliðum til að taka þátt í viðbrögðum félagsins við neyð. Óskað er eftir fólki sem er reiðubúið að aðstoða á tímum áfalla þegar tafarlaust getur reynst þörf á að kalla út sjálfboðaliða til að rétta þolendum hjálparhönd.

 

22. sep. 2009 : Tombóludrengir á Sauðárkróki

Tveir ungir menn frá Sauðárkróki, þeir Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson og Örvar Pálmi Örvarsson, komu færandi hendi á fund stjórnar Skagafjarðardeildar Rauða Krossins fyrir skemmstu og afhentu ágóða af tombólu sem þeir höfðu haldið, alls 16.071 kr. Skagafjarðardeild Rauða krossins þakkar þeim kærlega fyrir sitt rausnarlega og óeigingjarna framlag til góðra mála.

22. jún. 2009 : Lifað og leikið á Löngumýri

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi byrjuðu sitt fyrsta tímabil um síðustu helgi í Skagafirðinum. Þær eru haldnar 11. árið í röð á Löngumýri en 5. sumarið í Stykkishólmi. Karl Lúðvíksson hefur verið sumarbúðastjóri á Löngumýri frá upphafi en Gunnar Svanlaugsson er við stjórnvölinn í Stykkishólmi. Fullbókað er á öll tímabilin en um 60 þátttakendur munu sækja sumarbúðirnar í sumar.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

25. maí 2009 : Grilldagur Sjálfboðaliðans !

Á morgun þriðjudag verður grilldagur sjálfboðalians.  Öllum sjálfboðaliðum Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands er boðið að taka þátt.  Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. frá kl 18:00 og frameftir kvöldi.

29. apr. 2009 : Blóðbankinn á ferð og flugi

Nú er blóðbankinn á ferðinni í firðinum. Viljum við því hvetja alla Skagfirðinga og nærsveitamenn að taka smá tíma frá þann 5. eða 6. maí og gefa af sér.  Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Því er mikilvægt að við fjölmennum í næstu viku á Skaffó -planið þar sem bíllinn verður.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

5. maí frá kl. 11:30 - 18:00.
6. maí frá kl. 09:00 - 11:30.

Munið eftir að taka með persónuskilríki

4. mar. 2009 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur SKagafjarðardeildar Rauða kross Íslands verður haldin í húsnæði deildarinar að Aðalgötu 10b,  miðvikudaginn 11. mars n.k.  Eru sjálfboðaliðar og aðrir velgjörðamenn deildarinnar boðnir velkomnir á fundinn. Fundurinn hefst  kl 20:00.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

31. des. 2008 : Nýárskveðjur

Skagafjarðardeild Rauða krossins óskar öllum skagfirskum sjálfboðaliðum farsældar og gleði á nýju ári með von um heillaríkt komandi ár.

Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins.

25. des. 2008 : Jóla kveðjur

Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands óskar Skagfirðingum gleðilegra jóla.

25. des. 2008 : Góð gjöf fyrir jólin

Sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju afhenti á dögunum Skagafjarðardeild Rauða krossins peningagjöf að upphæð kr. 100.000.- Ósk gefenda var að upphæðinni yrði varið til að styrkja þá sem eru þurfandi nú fyrir jólin. Það hefur verið árvisst að Rauði krossinn styrki þá sem eiga fjárhagslega erfitt með að halda jólin hátíðleg. Búast má við að fleiri þurfi að leita til okkar nú en áður og því er gjöfin frá Glaumbæjarkirkju þörf og ákaflega vel þegin.

8. nóv. 2008 : Rauði krossinn á góða að

Þessir duglegu strákar úr 6. bekk Árskóla héldu tombólu á dögunum til styrktar Rauða krossi Íslands.

Alls söfnuðu kapparnir kr. 24.478.- sem þeir afhentu RKÍ í gær. Vel gert hjá þeim!

5. okt. 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

15. sep. 2008 : Blóðgjöf er lífgjöf - Gefum Skagfirskt blóð

Á morgun þriðjudag og á miðvikudaginn mun Blóðbankabíllinn koma og vera hjá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Viljum við hvetja þig til að kíkja við og gefa af þér þar sem það er lífsnauðsinlegt fyrir okkur öll að gefa blóð.

 

Einnig hvetjum við fyrirtæki að senda starfsmenn sína í bílinn til að gefa blóð.

 

Þar sem bílinn tekur ekki marga í einu er gott að dreifa því yfir daginn að koma og mun hann vera með opið frá 11:30 til 18:00 fyrri daginn og frá 9 til 11:30 á miðvikudeginum þannig að nægur tími er til stefnu.

 

Fjölgum skagfirskum hetjum og gefum blóð.

19. ágú. 2008 : Mikið fjör á sumarmóti Ungmennahreyfingarinnar

Ungmennahreyfing Rauða krossins stóð fyrir bráðskemmtilegu sumarmóti fyrir unglinga dagana 13.-17. ágúst á Löngumýri í Skagafirði. Leiðbeinendur voru sjálfboðaliðar frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins og systursamtökum á Norðurlöndum.

Dagskrá mótsins einkenndist bæði af gamni og alvöru. Unnið var með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa með námsefninu Viðhorf og virðing og var mikið lagt upp úr hvers kyns leikjum og útiveru. Á Löngumýri er prýðileg sundlaug og var hún óspart notuð til að fá útrás eftir annir dagsins. Hápunktarnir voru flúðasigling niður Vestari Jökulsá og klettasig á Hegranesi.

Síðasta kvöldið var svo haldin mikil kvöldvaka með varðeldi, gítarspili, söngvakeppni og öðru sem einkennir allar sumarbúðir.

 

30. júl. 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

18. jún. 2008 : Minjagripir úr perlum og steinum

Þessar dugmiklu Hólastelpur seldu minjagripi sem þær bjuggu til sjálfar úr perlum, steinum og skeljum. Söfnuðu þær heilmiklum peningum eða samtals kr. 2432 auk 5 evra! Ákváðu þær að gefa Rauða krossinum það sem safnaðist. Stúlkurnar heita: Anna Guðrún, Margrét Helga og Sigríður Vaka.Skagafjarðardeild Rauða krossins þakkar þeim innilega fyrir framtakið.

3. jún. 2008 : Prjónahópar á Norðurlandi hittast

Þátttakendur í prjónahópum deilda Rauða krossins á Norðurlandi brugðu undir sig betri fætinum og hittust til að bera saman prjónauppskriftir. Ferðalagið byrjaði með því sjálfboðaliðar í prjónahóp Skagafjarðardeildar fóru til Akureyrar þar sem félagar þeirra buðu þeim upp á hádegismat.
 
Síðan var ferðinni heitið til Dalvíkur og dvalarheimilið Dalbær sótt heim. Þar hafa íbúar prjónað til góðs í vetur og gefið til verkefnisins „Föt sem framlag”. Eftir heimsóknina á Dalbæ fengu hóparnir leiðsögn um Dalvík og Svarfaðardal, en Símon Páll og Rögnvaldur Skíði sögðu frá staðháttum og ábúendum.

31. maí 2008 : Kiwanis afhentir Tómstundahópnum styrk

Á Kiwanisþingi sem haldið er á Sauðárkróki þessa helgi afhenti styrktarsjóður umdæmisþingsins Tómstundahóp Rauða kross Íslands styrk að upphæð 100.000 kr.  Voru það Kristján Heiðar, Sólveig Harpa og Jón Þorsteinn sem tóku á móti styrknum. Er það venja hjá þinginu að afhenda góðu málefni á því svæði sem þingið er haldið hverju sinni styrk sem þennan.

5. mar. 2008 : Fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi æfa hópslys

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. 24 þátttakendur víðsvegar af Norðurlandi hlýddu á fyrirlestra og fóru í verklegar hópslysaæfingar.

Í upphafi námskeiðsins var farið í æfingu sem gengur út á að þátttakendur raða sér upp í hlutverk sem þarf að sinna samkvæmt SÁBF kerfinu. Gekk æfingin út á að rúta hafði oltið og þurftu allir sem á námskeiðinu voru að setja sig í þær aðstæður að um neyðartilfelli væri að ræða. Skemmst er að segja frá því að allt gekk upp þó mikill hamagangur væri á tímabili við að koma slösuðum á viðeigandi staði.

29. feb. 2008 : Sjálfboðaliði heiðraður

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefur um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fyrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina.

18. jan. 2008 : Skagafjarðardeild bregst við vegna bruna á Kaffi Krók

Skagafjarðardeild Rauða krossins var kölluð út af Brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 1:30 í nótt vegna bruna á Kaffi Krók. Tveir sjálfboðaliðar deildarinnar voru mættir í húsnæði deildarinnar, sem er við hlið Kaffi Króks, tveimur mínútum síðar. Húsið var opið fyrir slökkviliðsmönnum og öðrum sem á þurftu að halda.
 
Stanslaus umferð fólks var fram yfir klukkan 5 þegar slökkvistarfi var formlega hætt.

Neyðarskipulag deildarinnar virkaði vel. Auðveldlega gekk að útvega nauðsynjar þar sem N1 og Bakarí Sauðárkróks brugðust vel við  þegar leitað var til þeirra.

22. okt. 2007 : Sjálfboðaliðar Skagafjarðar

Í tilefni af lokadegi í landsátaki sjálfboðaliðasöfnunar  Rauða krossins, voru sjálboðaliðar deildarinnar mjög áberandi í Skagfirðingabúð sl.laugardag. Voru þar kynnt 5 helstu verkefnin sem deildin fer fyrir. Heimsóknarvinir,  Neyðarvarnir, Föt sem framlag, Þjóðir Skagafjarðar og Tómstundahópur Rauða krossins.  Hátt á annan tug sjálfboðaliða komu og spjölluðu við gesti og gangandi frá  kl 10 til 14.  „Það er búið að vera fínt rennsli á fólki hérna til okkar og margir áhugasamir um verkefnin sem við erum að kynna hér“, sagði Gunnar Rögnvaldsson formaður Skagafjarðardeildar sem gekk á milli manna og útbreiddi boðskap  Rauða krossins.

22. okt. 2007 : Kvenfélag Sauðárkróks gaf Skagafjarðardeild RKÍ stóla

Á fundi hjá Kvenfélagi Sauðárkróks sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag afhenti Kvenfélagið, Skagafjarðardeild Rauða krossins nýja stóla til að nota á skrifstofu sinni. Það var Branddís Benediktsdóttir formaður félagsins sem afhenti Soffíu Þorfinnsdóttur stólana. „Kærar þakkir,  þessi gjöf kemur sér mjög vel í því öfluga starfi sem fer fram hjá Skagafjaðardeild“, sagði Soffía sem hélt stutta kynningu ásamt Jóni Þorsteini Sigurðssyni, á starfi Rauða krossins í Skagafirði. Kvenfélag Sauðárkróks hefur undanfarin ár styrkt starf Rauða krossins með því að hlúa að starfi deildarinnar og bæta þá aðstöðu sem félagið hefur komið sér upp í húsnæði sínu að Aðalgötu 10b, á Sauðárkróki.

16. okt. 2007 : Prjónað til góðs

Prjónakaffi hóf göngu sína hjá Skagafjarðardeild í dag.  Komu þrír frumkvöðlar því á með Ágústu Sigurbjörgu í fararbroddi. Í tilefni kynningarviku komu þær saman og ætla að koma aftur saman n.k. fimmtudag frá kl 14:00 - 16:00 til að kynna þetta fyrir þeim sem vilja prjóna til góðs. „Við komum hér saman til að prjóna til góðs og sjalla saman um daginn og veginn, ætlum við svo að vera með bakkelsi meðferðis í vetur þegar við hittumst,“ segir Ágústa sem sat í sófanum í Rauða krossinum á Aðalgötu 10b og prjónaði barnatrefil.

3. okt. 2007 : Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Skagafjarðardeild Rauða krossins á þriðjudaginn. Góður andi var á námskeiðinu og hugur í konunum. Heyrðist á þeim að þær hefðu mikla ánægju af að vera í verkefninu og góð tilfinning að geta látið eitthvað gott af sér leiða og fá það margfalt til baka.

Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.

Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

25. sep. 2007 : Tómstundahópur fyrir fatlaða Skagafirði

Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands fór árið 2006 af stað með verkefni sem kallast „Tómstundahópar fyrir fatlaða".  Þau fóru meðal annars til Spánar í sumar.

20. ágú. 2007 : Tombólubörn Skagafjarðar

Í sumar hafa Tombólubörn í Skagafirði safnað rúmlega 20.000 kr til styrktar Rauða kross Íslands. Árlega halda tvö til þrjú hundruð börn tombólur og safna 400 - 500 þúsund krónum sem varið er til aðstoðar börnum víðsvegar í heiminum sem eiga um sárt að binda.

Hefur skrifstofa Skagafjarðardeildar tekið á móti nokkrum hópum sem hafa haldið tombólu fyrir utan verslanir Hlíðarkaup og Skagfirðingabúð.  Hjördís, Inga M, Lovísa H og Þóranna söfnuðu 9548 kr fyrr í sumar.  Sunna Líf safnaði 6053 kr og þessi fríði hópur hér á myndinni til hliðar safnaði 4697 kr.

Vill Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands færa öllum þeim sem hafa gefið tombólupening í sumar miklar þakkir.

17. júl. 2007 : Hlýlegt andrúmsloft á sumarbúðum Rauða krossins

Það er líf og fjör á Löngumýri í Skagafirði þessa dagana þar sem sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga standa yfir.

Dagskráin er hlaðin skemmtilegum uppákomum. Fyrsta daginn var farið yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar og horft á mynd um sögu og starf Rauða krossins. Eftir það var farið í leik sem byggir á grundvallarmarkmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Síðar verður farið á hestbak, í flúðasiglingar, sjóferð, fjallgöngu og ýmsa leiki. Daglega er farið í sund í Varmahlíð og endað með kvöldvöku þar sem flestir leggja til efni.

„Það er einstakt andrúmsloft á sumarbúðunum. Allir fá að spreyta sig á verkefnum við sitt hæfi og eru virkir í leikjum dagsins. Það sem stendur upp úr er lífsgleðin sem skín úr hverju andliti,” segir Gunnar Rögnvaldsson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins.

15. jún. 2007 : Tómstundarhópur fyrir fatlaða skellti sér til Spánar

 

Verða í 14 daga á Alicante
Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands fór í fyrra af stað með verkefni sem kallast Tómstundarhópar fyrir fatlaða. Hópur þessi, ásamt 18 fylgdarmönnum hélt af stað til Spánar þann 7. júní s.l. og ætlar sér að dvelja þar í 14 daga.

Til þess að allir meðlimir hópsins geti tekið þátt í ferðinni var nauðsynlegt að finna hóp góðs og hæfs fólks sem var tilbúið að leggja sitt af mörkum fyrir þátttakendurna. Einir 18 sjálfboðaliðar starfa í ferðinni sem allir hafa reynslu af því að starfa með þeim þátttakendum, en lagt var upp með það að þátttakendur í Tómstundahópnum þyrftu ekki að greiða fyrir fylgdarmenn sína.

Hópur þessi heldur úti skemmtilegri síðu, www.thrki.net, en þar er hægt að nálgast fjöldan allan af skemmtilegum myndum frá ferðinni og auk þess sem nýjar færslur koma daglega um gang mála á Alicante. 

22. maí 2007 : Skagfirskur sjálfboðaliðadagur

Þann 22 maí s.l. hélt stjórn Skagafjarðardeildar lokahóf fyrir sjálfboðaliða í Skagafirði. Þar grilluðu Gestur gjaldkeri og Marinó Þórisson af stakri snilld skagfirskt lambakjöt ofaní sjálfboðaliða deildarinnar. Tæplega 60 sjálfboðaliðar mættu úr heimsóknarþjónustunni, ungmennahreyfingunni og fjöldahjálpinni og gæddu sér á matnum. Þessi siður er komin á hjá deildinni að ljúka starfsárinu að vori með grilli til að þakka fyrir vel unnin störf sjálfboðaliða hjá deildinni. Vonast stjórn deildarinnar svo til að sjá sem flest andlit aftur að hausti og hefja þá en öflugra starf en áður.

3. maí 2007 : Þjóðir Skagafjarðar

Rauði krossinn stóð að samkomu á Sæluviku Skagfirðinga sem bar yfirskriftina Þjóðir Skagafjarðar. Markmiðið var að sýna fram á hversu margir íbúar Skagafjarðar eru af erlendu bergi brotnir og hversu fjölbreytt þjóðerni er um að ræða. Jafnframt var markmiðið að kynnast hvert öðru og opna augun fyrir áhugaverðri menningu hvers annars. Fólk kom með rétti frá sínu heimalandi, muni og myndir og sumir tróðu upp með myndasýningu, söng og spili. Það var gaman að sjá hve fólk lagði sig fram við þetta allt.

Samkoman var haldin á Kaffi Krók. Skemmst er frá því að segja að mjög vel tókst til. Um hundrað manns mætti og voru þjóðernin 15 fyrir utan Íslendinga. Stemningin var góð. Fólk mætti með jákvætt hugarfar, bæði forvitið og opið. Gleði og ánægja ríkti. Þannig viljum við hafa það!

 

30. apr. 2007 : Vel heppnuð flugslysaæfing á Sauðárkróki

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skagafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í Samhæfingarstöðinni tóku þátt fyrir hönd Rauða krossins.
 
Flugvél með 28 farþega auk tveggja í áhöfn hlekktist á við lendingu á flugvellinum og eldur braust út. Unnið var eftir drögum að flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.

Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar voru 19 talsins þennan dag og mönnuðu þeir nokkra pósta svo sem stjórnstöð fjöldahjálpar, söfnunarsvæði aðstandenda og fjöldahjálparstöð. Skyndihjálparhópur Rauða krossins starfaði á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skráningu og gæslu á spítalanum. Þá átti deildin tvo fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarna.

30. apr. 2007 : Takk fyrir allt sem ég hef

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi dagana 17. og 18. mars í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands við áfanga FLÓ 101 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Skólinn gaf nemendum sínum eina einingu fyrir að taka þátt og skrifa greinagerð um leikinn og upplifun sína á meðan á honum stóð.

Ingunn Kristjánsdóttir, Ingvi Aron og  Hekla Sigurðardóttir skrifuðu stórgóðar lýsingar og skemmtilegt er að sjá hvað frásagnirnar eru ólíkar.

20. mar. 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

13. feb. 2007 : 112 dagurinn í Skagafirði

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Skagafirði líkt og víðar á landinu á sunnudaginn. Af því tilefni hópuðust björgunarliðar í Skagafirði saman og efndu til dagskrár í Sveinsbúð, húsnæði björgunarsveitarinnar. Þar var boðið upp á vöfflukaffi og kynningu á búnaði og starfi Björgunarsveitarinnar Skagfirðings og Skagafjarðardeildar Rauða krossins. Björgunarliðar tóku sig til og óku í einni lest hringinn í Skagafirði á neyðarbílum sínum og kynntu þá fyrir heimamönnum á Hólum, á Hofsósi og í Varmahlíð.

Ungliðahreyfing Rauða kross deildarinnar var með sviðsetningu á ýmsum áverkum slysa og sá Karl Lúðvíksson skyndihjálparfrömuður og leiðbeinandi um að farða 7 stelpur úr ungliðahreyfingunni og svo útskýrðu hann og Jón Þorsteinn fyrir gestum og gangandi hvernig veita ætti skyndihjálp hjá hverjum sjúklingi. Einnig fór Karl yfir helstu viðbrögð á slysstað og hvernig ætti að veita neyðarhjálp. Að mati Gunnars Rögnvaldssonar tókst dagurinn með sóma og voru þátttakendur ánægðir eftir að hafa þvegið af sér sár dagsins og tilbúnir til að taka þátt í næstu slysasviðsetningu. Vill Rauði krossinn koma á framfæri miklum þökkum til Björgunarsveitarinnar Skagfirðings og sjúkraflutningsmönnunum fyrir aðstöðu og aðstoð.

18. jan. 2007 : Öflugur skyndihjálparhópur meðal deilda Rauða krossins á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi hafa unnið að því á undanförnum mánuðum að koma á fót viðbragðshópi í skyndihjálp. Aukin þörf er fyrir vel þjálfað fólk í skyndihjálp á fjöldahjálparstöðvum.

11. jan. 2007 : Öflugt starf heimsóknavina í Skagafirði

Mánaðarlegur samverufundur heimsóknavina í Skagafjarðardeild Rauða krossins var haldinn í vikunni. Að þessu sinni mættu góðir gestir frá landsskrifstofunni, Linda Ósk verkefnisstjóri í heimsóknaþjónustu og Guðný svæðisfulltrúi. Auk þeirra mættu 14 konur.

28. des. 2006 : Nemendur og starfsfólk í Árskóla styðja börn í Mósambík

Efnt var til söfnunar í framhaldi af þemaviku um Afríku sem haldin var í Árskóla á Sauðárkróki í lok nóvember síðastliðinn. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að gefa sem svaraði andvirði eins matarmiða eða um 160 kr. og styðja um leið starf Rauða kross Íslands við börn í Mósambík.

Söfnunin gekk vel og margir lögðu fram drjúgan skerf  úr sparibauknum. Alls söfnuðust um 62 þúsund krónur. Söfnunarféð mun renna óskipt til barnaheimilisins Boa Esperansa í Mósambík.

10. okt. 2006 : Fræðsla, glens og gaman á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðir Rauða krossins voru starfræktar áttunda sumarið í röð. Boðið var upp á þrjú tímabil, tvö á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi. Sumarbúðarstjórar voru þeir Karl Lúðvíksson, á Löngumýri og Gunnar Svanlaugsson, í Stykkishólmi. Þátttakendur komu víða að og voru samtals 36. 

Eitt meginmarkmiðið með rekstri búðanna er að bjóða einstaklingum sem búa við einhvers konar fötlun upp á skemmtilega og fræðandi sumardvöl þar sem lífsgleði, lærdómur og ljúfmennska ráða ríkjum.

Dagskrá sumarbúðanna var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fastir liðir eins og venjulega  voru:  Fræðsla um Rauða krossinn og grundvallarmarkmiðin 7 í tengslum við Solferinoleikinn, fyrirlestur og verkleg kennsla í skyndihjálp, ýmsar íþróttir svo sem borðtennis, gönguferðir, fótbolti, júdó og sund, fjallganga, sjóferð, flúðasiglingar og hestamennska, morgunstund, kvöldvaka og diskótek og kynnis- og skoðunarferðir. 

9. sep. 2006 : Göngum til Góðs

Að minnsta kosti 52 sjálfboðaliðar gengu og keyrðu til góðs í landssöfnun Rauða krossins í dag hér í Skagafirði. Dagurinn í firðinum var góður og þrátt fyrir litla vætu snemma morguns létu Skagfirðingar það ekki á sig fá heldur mættu snemma til söfnunastöðva. Marinó H. Þórisson starfsmaður Skagafjarðadeildar var söfnunarstjóri fyrir svæðið og segir daginn hafa gengið vel fyrir sig. Fólk hafi verið búið að skrá sig á vefnum, auk þess sem hann ásamt Gunnari formanni Skagafjarðardeildar höfðu verið búnir að ná á fólk í sveitinni til að keyra á sveitabæi.

28. ágú. 2006 : Fjallaferð með menningarlegu ívafi

Þann 17 ágúst fóru krakkar úr Tómstundahópi Skagafjarðardeildar Rauða krossins í fjallafeð með menningarlegu ívafi. Var förinni heitið yfir Kjöl, hin gullna hring, í Þórsmörk og endað á Menningarnótt Reykjavíkur.

Lagt var af stað frá Sauðárkróki og haldið yfir Kjöl. Stoppað var í Áfanga, Hveravöllum, Gullfossi og Geysi, staðirnir skoðaðir og nesti borðað eftir þörfum. Um kvöldið var svo komið við á Þingvöllum og grillað áður en haldið var í gististað í Reykjavík.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. – 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. 

Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.

1. jún. 2006 : Dagur Sjálfboðaliða Skagafjarðardeildar

Fjöldi sjálfboðaliða mættu í grill sem stjórnin reiddi fram
Í gær 31. maí var dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni var haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar.  Var þessi uppákoma vel sótt af sjálfboðaliðum deildarinnar enda nóg um veisluföng sem stjórnarmenn reiddu fram af mikilli fagmennsku.  Á boðstólum var kryddað lambakjöt frá Kaupfélags Skagfirðinga  ásamt meðlæti frá Hlíðarkaup.  Vill stjórn deildarinnar þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur og óeigingjarnt vinnuframlag til eflingar á starfi Rauða krossins. Með von um gleðilegt sumar. 

30. maí 2006 : Grilldagur Sjáfboðaliða Skagafjarðardeildar

Frá grilldeginum í fyrra

Í dag 31. maí verðu dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni mun  verða haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar að Aðalgötu 10b.  Eru allir sjálfboðaliðar velkomnir til að koma njóta góðs matar og eiga góða stund.

                                         

                                                                                                  Stjórnin

4. maí 2006 : Þjóðir Skagafjarðar

Þjóðahátíð á sæluviku Skagfirðinga.

Þátttakendur í Þjóðahátíð
Fyrir um ári síðan kom upp sú umræða á stjórnarfundi Skagafjarðardeild Rauðakrossins hvort ekki væri hægt að kynna deildina og RKÍ  betur fyrir því erlenda fólki sem búsett væri í héraðinu, með það að markmiði að ná því að einhverju leiti inn í starfið s.s. túlkaþjónustu, en þó ekki síður til að vekja athygli á þeirri þjónustu sem RKÍ stendur fyrir og einstaklingar af hvaða þjóðerni sem er geta leitað eftir.

27. apr. 2006 : ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

Rauði krossinn efnir til samkomu fyrir fjölbreytta Skagfirðinga, með erlent blóð eða rammíslenskt!

Í Skagafirði býr fólk af mörgum þjóðernum. Öll erum við einstök, en fólk af erlendum uppruna gerir samfélag okkar enn litríkara.

22. apr. 2006 : Vinarkveðja á Sumardaginn fyrsta.

Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar, Félagsmiðstöðin Friður og Skátarnir stóðu fyrir sumarhátíð á sumardaginn fyrsta hér á Sauðárkróki.  Var þar boðið upp á veitingar og við félagsmiðstöðina auk ýmissa leikja  Einnig var höndum tekið saman fyrir utan Sauðárkrókskirkju og hún teygð í átt að Félagsmiðstöðinni Friði við Árskóla

29. mar. 2006 : Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt þegar ég hætti í sveitarstjórn

Sigrún Alda Sighvats
Nú má ekki skilja orð mín svo, að það hafi bara verið þraut og pína að vinna að sveitarstjórarmálum, nei stundum gat það verið  bæði gaman og gefandi. Sem betur fer gefa líka einhverjir kost á sér til þessara starfa. Þá niðurstöðu dreg ég alla vega af fréttaflutning síðustu vikna, varðandi prófkjörsmál víðs vegar um landið. Það er því greinilegt að sveitarstjórnarstörf  heilla, því margir eru kallaðir, en fáir eru útvaldir.

15. feb. 2006 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða krossins 2005

Ásdís og Karl kveðja stjórn Skagafjarðardeildar.
Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 15.febrúar í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Ágætis mæting var á fundinn eða um 20 félagsmenn deildarinnar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Katrín María með fræðandi erindi um heimsókn hennar ásamt fulltrúum svæðisráðs til Mósambik á síðasta ári þar sem þau heimsóttu vinadeild svæðisins.  Auk hennar spiluðu nemendur í Grunnskólanum á Hólum frumsamið verk í upphafi fundar.

Myndir frá fundinum

14. feb. 2006 : Skagafjarðardeild fær 500.000 kr að gjöf

Gestur tekur við "stórri" ávísun úr hendi Pálma

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi afhenti Skagafjarðardeild RKÍ kr. 500.000,- að gjöf í tengslum við staðsetningu sjúkrabíls á Hofsósi. Skagafjarðardeild hefur verið með einn af bílum sínum á Hofsósi allt frá árinu 1986, og með þessu framlagi vonast Lionsmenn til að tryggja að svo verði áfram um ókomna tíð.  Er heldur ekki vitað annað en að svo verði, þar sem nánast allir eru sammála um nauðsyn þess.

Þann 7. febrúar s.l. tók Gestur Þorsteinsson við ávísun fyrir upphæðinni úr hendi Pálma Rögnvaldssonar, formanns klúbbsins, á fundi í Höfðaborg. Í þakkarávarpi sínu sagði Gestur m.a. að meðan hann sæti í stjórn deildarinnar mundi hann beita áhrifum sínum

13. feb. 2006 : 112-Dagurinn á Sauðárkróki

Ungliðahreyfingin hlúir að slösuðum
112 dagurinn var haldin hátíðlegur hér á Sauðárkróki líkt og víðsvegar annars staðar um landið.  Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir kynningu á neyðarvörnum og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Stjórnarmenn auk Ungliðahreyfingar deildarinnar ásamt Ungliðadeild Skagastrandardeildar sáu um kynninguna inn í búðinni og voru með ýmis uppátæki. Þar var hjartaáfall sett á svið og úti var bílslys sett á svið á bílastæði Skagfirðingabúðar.  Þrír stjórnarmenn þau Gestur, Soffía, og Sólrún fóru í sjúkrabílnum í bílalest annarra hjálparliða í Skagafirði yfir vötnin til Hofsóss og til Varmahlíðar. Þar var starfið kynnt og rætt við fólk  Komu þau svo með miklum tilþrifum aftur á Sauðárkrók um kl 15:00 þar sem dagurinn endaði með sýningu á bílum og tækjakosti.  Hægt er að sjá fleyri myndir á síðunni: http://www.123.is/sherlockholmes/default.aspx?page="albums

9. feb. 2006 : 112-Dagurinn

1-1-2 dagur er 11. febrúar ár hvert.  Þá taka hinir ýmsu hjálparliðar, um land allt, höndum saman um að kynna starfsemi sína og þjónustu.  Auk þess að fara með bílalest til Hofsóss og Varmahlíðar til að ræða við fólk mun Skagafjarðardeild Rauða krossins vera með kynningu á neyðarvörnum í Skagafirði og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Ungliðahreyfing Deildarinnar í samstarfi með ungliðahreyfingu Skagastrandardeildar munu standa fyrir kynningu á ungliðastarfinu, sviðsetja slys á planinu og æfa tilheyrandi aðkomu og viðbrögð. –  Lærdómsrík sýning!

9. feb. 2006 : “Hugsum áður en við hendum og látum gott af okkur leiða”.

Nytjamarkaður Rauða krossins, Aðalgötu 10.b, opnar fyrr en áður hafði verið auglýst eða sunnudaginn 12. febr. kl. 14:00 til 17:00.  Tilgangur markaðarins er að endurnýta það sem þér nýtist ekki lengur en gæti komið öðrum að góðum notum og gefa þeim kost á að kaupa það á vægu verði.  – Er ekki eitthvað í skápnum, geymslunni eða bílskúrnum sem þú vilt losa þig við en er í nothæfu ástandi?  – Ef  svo er þá er það vel þegið.

9. feb. 2006 : Fatagámurinn kominn

Smellið !!
Nýr fatagámur hefur nú verið staðsettur við húsnæði Deildarinnar, bakatil í sundinu við bílskúrinn.  Þar getur fólk farið með föt og afgreitt sig sjálft utan auglýst tíma fyrir  fatamóttöku.

7. feb. 2006 : Aðalfundarboð Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur Deildarinnar verður haldinn á Aðalgötu 10.b miðvikudaginn 15. febr. kl. 20:00.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa koma góðir gestir á fundinn með fræðandi erindi og skemmtiatriði.

22. jan. 2006 : Skyndihjálparhelgi á Löngumýri

Um helgina hittust Ungliðahreyfingarnar á Skagaströnd og í Skagafirði á Löngumýri og voru með sameiginlegt skyndihjálparnámskeið.  Leiðbeinandi var Guðjón Ebbi Guðjónsson.  Auk þess að læra skyndihjálp var skemmti fólk sér á kvöldvöku sem haldin var á laugadagskvöldinu.  Þar var farið í þrekbraut þar sem skyndihjálparnámið var aðalatriðið.  Námskeiðið tókst með ágætum og fengu þeir krakkar sem tóku þátt í því viðurkenningu fyrir þátttöku sína á því loknu.

27. des. 2005 : Hátíðakveðjur

Skagafjarðardeild Rauða krossins óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og sjálfboðaliðar fá sérstakar þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu þeirra sem minnst mega sín.

 

20. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði

Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna.
Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir. 

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

20. nóv. 2005 : Námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um Geðraskanir

Þátttakendur á námskeiði í Árskóla
Um helgina var haldið námskeið fyrir áhugafólk og aðstandendur fólks með geðraskanir. Námskeiðið var haldið í Árskóla á Sauðárkróki.  Um 35 manns sóttu námskeiðið og komu víðsvegar af á Norðurlandi.

20. nóv. 2005 : Frétt RKÍ

Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir.

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

16. nóv. 2005 : URKÍ 20 ára

Í ár eru 20 ár liðin frá stofnun Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Í tilefni þess er boðið til afmælis laugardaginn 19. nóvember n.k. Gleðin verður haldin í húsnæði Skagafjarðadeildar Rauða kross Íslands, Aðalgötu 10b, frá kl. 16:00 til 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og Rauða kross starfið kynnt fyrir gestum og gangandi.

28. sep. 2005 : Tombólubörn

Frá vinstri Halldór Arnarsson, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Hjalti Arnarsson.
Þessir þrír hressu krakkar tóku sig til á dögunum og héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.  Halldór, Hrafnhildur og Hjalti söfnuðu 10.399 kr. 

Karl Lúðvíksson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins segir það vera til fyrirmyndar hversu mörg tombólubörn séu “starfandi” í Skagafirði og láti Rauða krossinn njóta góðs af.  Hann segir stjórnafólk Skagafjarðadeildar  Rauða krossins afar þakklátt fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf tombólubarnanna í þágu mannúðar.

24. júl. 2005 : Gönguafrek á Molduxa og Haltur leiðir blindan

Anna Kristín Jensdóttir sem fór á fjallið Molduxa í göngugrind ásamt göngufélögum sínum frá sumarbúðunum á Löngumýri.
Áfangi náðist í gær þegar 13 fatlaðir þátttakendur sumarbúðanna á Löngumýri í Skagafirði gengu á fjallið Molduxa fyrir ofan Sauðárkrók.

Það náðu allir settu marki með því að ná upp í efstu hlíðar fjallsins. Fjallganga er fastur liður á dagskrá sumarbúðanna sem nú eru haldnar sjöunda árið í röð. Einn líkamlega fatlaður einstaklingur gekk upp með góðri hjálp, fjórir fóru á toppinn í sérútbúnum burðarstól en það var hún Anna Kristín Jensdóttir sem fór upp í göngugrind. Þetta hafðist allt með aðstoð starfsmanna og sjálfboðaliða auk tveggja björgunarsveitarmanna úr björgunarsveitinni á Sauðárkróki.

17. júl. 2005 : Fatasala URKÍ-Skagafjarðardeildar á Hafnardegi

Í gær var Hafnardagurinn á Sauðárkróki haldin hátíðlegur og í tilefni þess var Ungliðahreyfingin með fatamarkað og kaffisölu fyrir utan húsnæði deildarinnar. 

1. jún. 2005 : „Grill dagur” sjálfboðaliðans

Í gær 31. maí var dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni var haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar.  Var þessi uppákoma vel sótt af sjálfboðaliðum deildarinnar enda nóg um veisluföng sem stjórnarmenn reiddu fram af mikilli fagmennsku.  Á boðstólum var kryddað lambakjöt frá kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga  ásamt meðlæti frá Hlíðarkaup.  Vill stjórn deildarinnar þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur og óeigingjarnt vinnuframlag til eflingar á starfi Rauða krossins. Með von um gleðilegt sumar.   Myndir frá deginum

Stjórn Skagafjarðadeildar Rauða kross Íslands

26. maí 2005 : Aðalfundur Rauðakross Íslands í Mosfellsbæ

Um 160 fulltrúar úr 51 deild Rauða kross Íslands mæta til aðalfundar félagsins í Mosfellsbæ á laugardag. Fyrir fundinum liggja drög að nýjum lögum Rauða krossins.  Skagafjarðardeild sendi 3 aðalfundar fulltrúa  og tvo áheyrnar fulltrúa og voru það Karl Lúðvíksson formaður, Sólrún Harðardóttir, Margréti Óskarsdóttir, Jón Þorsteinn og Marinó H. Þórisson.

11. maí 2005 : Skagfirðingar eru

Þann 26. apríl var blóðbankabíllinn á ferðinni í Skagafirði og var hann staðsettur fyrir utan Skagfirðingabúð. Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildarinnar höfðu unnið ötullega að því að auglýsa heimsóknina. Rúmlega 90 manns mættu til að gefa blóð og voru þar af um 68 nýir blóðgjafar.

18. apr. 2005 : Heimsókn í Skagafjörðinn

Um síðustu helgi komu nokkur vösk ungmenni á aldrinum 12-15 ára úr Kjósasýsludeild RKÍ ásamt leiðbeinendum í heimsókn til Skagafjarðardeildarinnar. Markmið heimsóknarinnar var að að kynnast starfi ungliðadeildarinnar í Skagafirði og taka þátt í bílslysaæfingu sem sett var á svið.

31. mar. 2005 : Aðalfundur 2005

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 30. mars í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Góð mæting var á fundinn eða 33 félagsmenn en það er besta mætin a.m.k. síðustu tvo áratugi.

3. mar. 2005 : Vinnustofa Rauða krossins fer vel af stað

 Þriðjudaginn 1. mars var “Vinnustofan okkar”, eins og sumir kalla hana, opnuð formlega. Hún er starfrækt í húsnæði Rauða krossins Aðalgötu 10.b á Sauðárkróki og er opin tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 12:00 og 16:00.  Hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk með skerta starfsgetu á aldrinum 18 til 67 ára en einnig fyrir heimavinnandi mæður og feður og börn þeirra.
Viðfangsefni eru af ýmsum toga og munu mótast og þróast eftir hugmyndum fólksins sem þar kemur saman í krafti mannúðar.
Fyrsta daginn voru 25 manns þegar flest var og 9 manns borðuðu saman súpu, brauð og grænmeti í hádeginu.  Ýmislegt var gert og ungar konur komu með börn sín og fengu pössun meðan þær útréttuðu í bænum og eitthvað var um að börn á skólaaldri kæmu með mæðrum sínum og tækju til við heimanámið sitt.

28. jan. 2005 : Sálrænt skyndihjálparnámskeið á Sauðárkrók

Í kvöld byrjaði námskeið í sálrænni skyndihjálp í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Fjölmenni er á námskeiðinu sem Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Akureyri leiðir. Námskeiðið hófst kl 18:00 á súpu sem framreidd var af starfsmanni deildarinnar Marinó Þórissyni ásamt meðlæti svo var byrjað á námsefninu og numið frameftir kvöldi. Svo mun námskeiðinu verða framhaldið á morgun kl. 9:00

     Hér má svo líta myndir frá námskeiðinu

10. des. 2004 : Rauði kross Íslands 80 ára

Föstudaginn 10 des. 2004 átti Rauði kross Íslands 80 ára afmæli.
Skagafjarðardeild var með opið hús og sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. 
Dagskráin samanstóð af mörgum stuttum og fróðlegum erindum, söng- og tónlistaratriði og nýtt kynningarmyndband Rauða krossins var sýnt meðan gestir voru að koma sér fyrir.

6. okt. 2004 : Starfsfólk og skjólstæðingar athvarfa fyrir geðfatlaða sóttu Skagafjörð heim

Mánudaginn 13.september 2004 heimsóttu Skagafjörð um 30 manns frá Vin, Dvöl og Laut, en það eru athvörf fyrir geðfatlaða á Akureyri, Reykjavík og Kópavogi. Gist var á Löngumýri og í Lauftúni í tvær nætur.