10. des. 2004 : Rauði kross Íslands 80 ára

Föstudaginn 10 des. 2004 átti Rauði kross Íslands 80 ára afmæli.
Skagafjarðardeild var með opið hús og sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. 
Dagskráin samanstóð af mörgum stuttum og fróðlegum erindum, söng- og tónlistaratriði og nýtt kynningarmyndband Rauða krossins var sýnt meðan gestir voru að koma sér fyrir.

6. okt. 2004 : Starfsfólk og skjólstæðingar athvarfa fyrir geðfatlaða sóttu Skagafjörð heim

Mánudaginn 13.september 2004 heimsóttu Skagafjörð um 30 manns frá Vin, Dvöl og Laut, en það eru athvörf fyrir geðfatlaða á Akureyri, Reykjavík og Kópavogi. Gist var á Löngumýri og í Lauftúni í tvær nætur.

5. okt. 2004 : Við gengum og ókum til góðs í Skagafirði 2. okt.

Geta þarf þess sem vel er gert en það má einmitt segja um söfnunina okkar hér í Skagafirði 2. okt. sl. undir kjörorðinu "Göngum til góðs" þar sem safnað var til styrktar stríðshrjáðum börnum í Sierra Leone, Afganistan og Palestínu og einnig til að styðja við sameiningu fjölskyldna í Kongó

4. okt. 2004 : Gengið til góðs

Rauða kross deild Skagafjarðar þakkar hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem ýmist gengu eða keyrðu til góðs laugardaginn 2. okt. og jafnframt öllum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps fyrir frábærar móttökur. 

Stjórnin.

27. júl. 2004 : Frá Sumarbúðum Rauða krossins að Löngumýri í Skagafirði

Rauði krossinn gekkst fyrir sumarbúðum að Löngumýri í Skagafirði fyrir einstaklinga með fötlun, 2 tímabil í sumar, 28. júní – 5. júlí og 19. – 26. júlí.

Að venju var dagskráin mjög fjölbreytt og spennandi með mörgum ögrandi viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna flúðasiglingar á vegum Ævintýraferða, sjóferð með Eyjaskipum og fjallgöngu upp í Gvendarskál fyrir ofan Hóla í Hjaltadal.

27. júl. 2004 : Hafnardagur á Sauðárkróki

Hafnardagur var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júlí síðastliðinn. Á dagskránni voru ýmsir viðburðir í bænum á vegum hinna ýmsu aðila.  Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar tók virkan þátt í þessum dögum með  því að opna fatamarkað og kaffisölu fyrir utan húsakynni sín við Aðalgötu 10. 

27. júl. 2004 : Aðalfundur Rauða kross Íslands

Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldin á Selfossi  22. maí síðastliðinn. 
Skagafjarðardeild átti rétt á þrem fulltrúum sem hún sendi. Jón Þorsteinn Sigurðsson og Marinó Þórisson fóru sem aðalfulltrúar og Ítalinn og sjálfboðaliðinn Ivano fór sem áheyrnarfulltrúi og til að kynna störf sín í unglingahúsinu Geymslunni.

23. jún. 2004 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur RKÍ Skagafjarðardeildar  var haldin 20. apríl síðastliðinn.  Mun betri mæting var á þennan fund en venja er til.  Ástæðan er sú að boðið var upp á kynningu á Genfar samningunum sem Þórir Guðmundsson annaðist af sinni alkunnu snylld en hann er upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands.  Einnig hafði áhrif að ung og efnileg söngkona, Ingunn Kristjánsdóttir, áhugasamur  félagi í Ungliðahreyfingu Rauða krossins í Skagafirði, var með söngatriði við undirleik Guðbr. Ægis Ásbjörnssonar.   Að öðru leyti var fundurinn með hefðbundnu sniði og sitjandi stjórn óbreytt.

16. mar. 2004 : Kökubasar Ungliðahreyfingarinnar

 Sjálfboðaliðar Ungliðahreyfingarinnar í Skagafirði  
Á laugardaginn stóð ungliðahreyfingin hér í Skagafirði fyrir kökubasar í Skagfirðingabúð, þar sem velunnarar og krakkar í Ungliðahreyfingunni gáfu vinnu sína með því að baka kökur og gefa til styrktar mannúðarmála. 

Viðtökurnar í Skagfirðingabúð létu ekki á sér standa því á aðeins tveim tímum voru allar kökurnar  roknar út eins og heitar lummur ef svo má að orði komast.

10. mar. 2004 : Opið hús hjá Skagafjarðardeild RKÍ vel sótt

Ungliðahreyfing Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands hefur í vetur staðið fyrir opnu húsi í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b á laugardögum.  Þar hafa sjálfboðaliðar ungliðahreyfingarinnar komið og verið með heitt á könnunni og tekið á móti gestum sem oft líta inn í spjall, spil eða bara vera í góðum  félagsskap.  Hafa opnu húsin verið vel sótt í vetur og fjölmargir sótt RKÍ heim til að kynnast Rauða krossinum og mun ungliðahreyfingin standa fyrir þessu alla laugardaga fram að páskum frá kl 15 - 16 og eru allir velkomnir þangað.