16. mar. 2004 : Kökubasar Ungliðahreyfingarinnar

 Sjálfboðaliðar Ungliðahreyfingarinnar í Skagafirði  
Á laugardaginn stóð ungliðahreyfingin hér í Skagafirði fyrir kökubasar í Skagfirðingabúð, þar sem velunnarar og krakkar í Ungliðahreyfingunni gáfu vinnu sína með því að baka kökur og gefa til styrktar mannúðarmála. 

Viðtökurnar í Skagfirðingabúð létu ekki á sér standa því á aðeins tveim tímum voru allar kökurnar  roknar út eins og heitar lummur ef svo má að orði komast.

10. mar. 2004 : Opið hús hjá Skagafjarðardeild RKÍ vel sótt

Ungliðahreyfing Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands hefur í vetur staðið fyrir opnu húsi í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b á laugardögum.  Þar hafa sjálfboðaliðar ungliðahreyfingarinnar komið og verið með heitt á könnunni og tekið á móti gestum sem oft líta inn í spjall, spil eða bara vera í góðum  félagsskap.  Hafa opnu húsin verið vel sótt í vetur og fjölmargir sótt RKÍ heim til að kynnast Rauða krossinum og mun ungliðahreyfingin standa fyrir þessu alla laugardaga fram að páskum frá kl 15 - 16 og eru allir velkomnir þangað.