23. jún. 2004 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur RKÍ Skagafjarðardeildar  var haldin 20. apríl síðastliðinn.  Mun betri mæting var á þennan fund en venja er til.  Ástæðan er sú að boðið var upp á kynningu á Genfar samningunum sem Þórir Guðmundsson annaðist af sinni alkunnu snylld en hann er upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands.  Einnig hafði áhrif að ung og efnileg söngkona, Ingunn Kristjánsdóttir, áhugasamur  félagi í Ungliðahreyfingu Rauða krossins í Skagafirði, var með söngatriði við undirleik Guðbr. Ægis Ásbjörnssonar.   Að öðru leyti var fundurinn með hefðbundnu sniði og sitjandi stjórn óbreytt.