27. júl. 2004 : Frá Sumarbúðum Rauða krossins að Löngumýri í Skagafirði

Rauði krossinn gekkst fyrir sumarbúðum að Löngumýri í Skagafirði fyrir einstaklinga með fötlun, 2 tímabil í sumar, 28. júní – 5. júlí og 19. – 26. júlí.

Að venju var dagskráin mjög fjölbreytt og spennandi með mörgum ögrandi viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna flúðasiglingar á vegum Ævintýraferða, sjóferð með Eyjaskipum og fjallgöngu upp í Gvendarskál fyrir ofan Hóla í Hjaltadal.

27. júl. 2004 : Hafnardagur á Sauðárkróki

Hafnardagur var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júlí síðastliðinn. Á dagskránni voru ýmsir viðburðir í bænum á vegum hinna ýmsu aðila.  Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar tók virkan þátt í þessum dögum með  því að opna fatamarkað og kaffisölu fyrir utan húsakynni sín við Aðalgötu 10. 

27. júl. 2004 : Aðalfundur Rauða kross Íslands

Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldin á Selfossi  22. maí síðastliðinn. 
Skagafjarðardeild átti rétt á þrem fulltrúum sem hún sendi. Jón Þorsteinn Sigurðsson og Marinó Þórisson fóru sem aðalfulltrúar og Ítalinn og sjálfboðaliðinn Ivano fór sem áheyrnarfulltrúi og til að kynna störf sín í unglingahúsinu Geymslunni.