10. des. 2004 : Rauði kross Íslands 80 ára

Föstudaginn 10 des. 2004 átti Rauði kross Íslands 80 ára afmæli.
Skagafjarðardeild var með opið hús og sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. 
Dagskráin samanstóð af mörgum stuttum og fróðlegum erindum, söng- og tónlistaratriði og nýtt kynningarmyndband Rauða krossins var sýnt meðan gestir voru að koma sér fyrir.