27. des. 2005 : Hátíðakveðjur

Skagafjarðardeild Rauða krossins óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og sjálfboðaliðar fá sérstakar þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu þeirra sem minnst mega sín.

 

20. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði

Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna.
Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir. 

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

20. nóv. 2005 : Námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um Geðraskanir

Þátttakendur á námskeiði í Árskóla
Um helgina var haldið námskeið fyrir áhugafólk og aðstandendur fólks með geðraskanir. Námskeiðið var haldið í Árskóla á Sauðárkróki.  Um 35 manns sóttu námskeiðið og komu víðsvegar af á Norðurlandi.

20. nóv. 2005 : Frétt RKÍ

Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir.

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

16. nóv. 2005 : URKÍ 20 ára

Í ár eru 20 ár liðin frá stofnun Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Í tilefni þess er boðið til afmælis laugardaginn 19. nóvember n.k. Gleðin verður haldin í húsnæði Skagafjarðadeildar Rauða kross Íslands, Aðalgötu 10b, frá kl. 16:00 til 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og Rauða kross starfið kynnt fyrir gestum og gangandi.

28. sep. 2005 : Tombólubörn

Frá vinstri Halldór Arnarsson, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Hjalti Arnarsson.
Þessir þrír hressu krakkar tóku sig til á dögunum og héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.  Halldór, Hrafnhildur og Hjalti söfnuðu 10.399 kr. 

Karl Lúðvíksson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins segir það vera til fyrirmyndar hversu mörg tombólubörn séu “starfandi” í Skagafirði og láti Rauða krossinn njóta góðs af.  Hann segir stjórnafólk Skagafjarðadeildar  Rauða krossins afar þakklátt fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf tombólubarnanna í þágu mannúðar.

24. júl. 2005 : Gönguafrek á Molduxa og Haltur leiðir blindan

Anna Kristín Jensdóttir sem fór á fjallið Molduxa í göngugrind ásamt göngufélögum sínum frá sumarbúðunum á Löngumýri.
Áfangi náðist í gær þegar 13 fatlaðir þátttakendur sumarbúðanna á Löngumýri í Skagafirði gengu á fjallið Molduxa fyrir ofan Sauðárkrók.

Það náðu allir settu marki með því að ná upp í efstu hlíðar fjallsins. Fjallganga er fastur liður á dagskrá sumarbúðanna sem nú eru haldnar sjöunda árið í röð. Einn líkamlega fatlaður einstaklingur gekk upp með góðri hjálp, fjórir fóru á toppinn í sérútbúnum burðarstól en það var hún Anna Kristín Jensdóttir sem fór upp í göngugrind. Þetta hafðist allt með aðstoð starfsmanna og sjálfboðaliða auk tveggja björgunarsveitarmanna úr björgunarsveitinni á Sauðárkróki.

17. júl. 2005 : Fatasala URKÍ-Skagafjarðardeildar á Hafnardegi

Í gær var Hafnardagurinn á Sauðárkróki haldin hátíðlegur og í tilefni þess var Ungliðahreyfingin með fatamarkað og kaffisölu fyrir utan húsnæði deildarinnar. 

1. jún. 2005 : „Grill dagur” sjálfboðaliðans

Í gær 31. maí var dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni var haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar.  Var þessi uppákoma vel sótt af sjálfboðaliðum deildarinnar enda nóg um veisluföng sem stjórnarmenn reiddu fram af mikilli fagmennsku.  Á boðstólum var kryddað lambakjöt frá kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga  ásamt meðlæti frá Hlíðarkaup.  Vill stjórn deildarinnar þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur og óeigingjarnt vinnuframlag til eflingar á starfi Rauða krossins. Með von um gleðilegt sumar.   Myndir frá deginum

Stjórn Skagafjarðadeildar Rauða kross Íslands

26. maí 2005 : Aðalfundur Rauðakross Íslands í Mosfellsbæ

Um 160 fulltrúar úr 51 deild Rauða kross Íslands mæta til aðalfundar félagsins í Mosfellsbæ á laugardag. Fyrir fundinum liggja drög að nýjum lögum Rauða krossins.  Skagafjarðardeild sendi 3 aðalfundar fulltrúa  og tvo áheyrnar fulltrúa og voru það Karl Lúðvíksson formaður, Sólrún Harðardóttir, Margréti Óskarsdóttir, Jón Þorsteinn og Marinó H. Þórisson.

11. maí 2005 : Skagfirðingar eru

Þann 26. apríl var blóðbankabíllinn á ferðinni í Skagafirði og var hann staðsettur fyrir utan Skagfirðingabúð. Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildarinnar höfðu unnið ötullega að því að auglýsa heimsóknina. Rúmlega 90 manns mættu til að gefa blóð og voru þar af um 68 nýir blóðgjafar.

18. apr. 2005 : Heimsókn í Skagafjörðinn

Um síðustu helgi komu nokkur vösk ungmenni á aldrinum 12-15 ára úr Kjósasýsludeild RKÍ ásamt leiðbeinendum í heimsókn til Skagafjarðardeildarinnar. Markmið heimsóknarinnar var að að kynnast starfi ungliðadeildarinnar í Skagafirði og taka þátt í bílslysaæfingu sem sett var á svið.

31. mar. 2005 : Aðalfundur 2005

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 30. mars í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Góð mæting var á fundinn eða 33 félagsmenn en það er besta mætin a.m.k. síðustu tvo áratugi.

3. mar. 2005 : Vinnustofa Rauða krossins fer vel af stað

 Þriðjudaginn 1. mars var “Vinnustofan okkar”, eins og sumir kalla hana, opnuð formlega. Hún er starfrækt í húsnæði Rauða krossins Aðalgötu 10.b á Sauðárkróki og er opin tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 12:00 og 16:00.  Hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk með skerta starfsgetu á aldrinum 18 til 67 ára en einnig fyrir heimavinnandi mæður og feður og börn þeirra.
Viðfangsefni eru af ýmsum toga og munu mótast og þróast eftir hugmyndum fólksins sem þar kemur saman í krafti mannúðar.
Fyrsta daginn voru 25 manns þegar flest var og 9 manns borðuðu saman súpu, brauð og grænmeti í hádeginu.  Ýmislegt var gert og ungar konur komu með börn sín og fengu pössun meðan þær útréttuðu í bænum og eitthvað var um að börn á skólaaldri kæmu með mæðrum sínum og tækju til við heimanámið sitt.

28. jan. 2005 : Sálrænt skyndihjálparnámskeið á Sauðárkrók

Í kvöld byrjaði námskeið í sálrænni skyndihjálp í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Fjölmenni er á námskeiðinu sem Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Akureyri leiðir. Námskeiðið hófst kl 18:00 á súpu sem framreidd var af starfsmanni deildarinnar Marinó Þórissyni ásamt meðlæti svo var byrjað á námsefninu og numið frameftir kvöldi. Svo mun námskeiðinu verða framhaldið á morgun kl. 9:00

     Hér má svo líta myndir frá námskeiðinu