28. jan. 2005 : Sálrænt skyndihjálparnámskeið á Sauðárkrók

Í kvöld byrjaði námskeið í sálrænni skyndihjálp í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Fjölmenni er á námskeiðinu sem Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Akureyri leiðir. Námskeiðið hófst kl 18:00 á súpu sem framreidd var af starfsmanni deildarinnar Marinó Þórissyni ásamt meðlæti svo var byrjað á námsefninu og numið frameftir kvöldi. Svo mun námskeiðinu verða framhaldið á morgun kl. 9:00

     Hér má svo líta myndir frá námskeiðinu