31. mar. 2005 : Aðalfundur 2005

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 30. mars í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Góð mæting var á fundinn eða 33 félagsmenn en það er besta mætin a.m.k. síðustu tvo áratugi.

3. mar. 2005 : Vinnustofa Rauða krossins fer vel af stað

 Þriðjudaginn 1. mars var “Vinnustofan okkar”, eins og sumir kalla hana, opnuð formlega. Hún er starfrækt í húsnæði Rauða krossins Aðalgötu 10.b á Sauðárkróki og er opin tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 12:00 og 16:00.  Hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk með skerta starfsgetu á aldrinum 18 til 67 ára en einnig fyrir heimavinnandi mæður og feður og börn þeirra.
Viðfangsefni eru af ýmsum toga og munu mótast og þróast eftir hugmyndum fólksins sem þar kemur saman í krafti mannúðar.
Fyrsta daginn voru 25 manns þegar flest var og 9 manns borðuðu saman súpu, brauð og grænmeti í hádeginu.  Ýmislegt var gert og ungar konur komu með börn sín og fengu pössun meðan þær útréttuðu í bænum og eitthvað var um að börn á skólaaldri kæmu með mæðrum sínum og tækju til við heimanámið sitt.