26. maí 2005 : Aðalfundur Rauðakross Íslands í Mosfellsbæ

Um 160 fulltrúar úr 51 deild Rauða kross Íslands mæta til aðalfundar félagsins í Mosfellsbæ á laugardag. Fyrir fundinum liggja drög að nýjum lögum Rauða krossins.  Skagafjarðardeild sendi 3 aðalfundar fulltrúa  og tvo áheyrnar fulltrúa og voru það Karl Lúðvíksson formaður, Sólrún Harðardóttir, Margréti Óskarsdóttir, Jón Þorsteinn og Marinó H. Þórisson.

11. maí 2005 : Skagfirðingar eru

Þann 26. apríl var blóðbankabíllinn á ferðinni í Skagafirði og var hann staðsettur fyrir utan Skagfirðingabúð. Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildarinnar höfðu unnið ötullega að því að auglýsa heimsóknina. Rúmlega 90 manns mættu til að gefa blóð og voru þar af um 68 nýir blóðgjafar.