24. júl. 2005 : Gönguafrek á Molduxa og Haltur leiðir blindan

Anna Kristín Jensdóttir sem fór á fjallið Molduxa í göngugrind ásamt göngufélögum sínum frá sumarbúðunum á Löngumýri.
Áfangi náðist í gær þegar 13 fatlaðir þátttakendur sumarbúðanna á Löngumýri í Skagafirði gengu á fjallið Molduxa fyrir ofan Sauðárkrók.

Það náðu allir settu marki með því að ná upp í efstu hlíðar fjallsins. Fjallganga er fastur liður á dagskrá sumarbúðanna sem nú eru haldnar sjöunda árið í röð. Einn líkamlega fatlaður einstaklingur gekk upp með góðri hjálp, fjórir fóru á toppinn í sérútbúnum burðarstól en það var hún Anna Kristín Jensdóttir sem fór upp í göngugrind. Þetta hafðist allt með aðstoð starfsmanna og sjálfboðaliða auk tveggja björgunarsveitarmanna úr björgunarsveitinni á Sauðárkróki.

17. júl. 2005 : Fatasala URKÍ-Skagafjarðardeildar á Hafnardegi

Í gær var Hafnardagurinn á Sauðárkróki haldin hátíðlegur og í tilefni þess var Ungliðahreyfingin með fatamarkað og kaffisölu fyrir utan húsnæði deildarinnar.