28. sep. 2005 : Tombólubörn

Frá vinstri Halldór Arnarsson, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Hjalti Arnarsson.
Þessir þrír hressu krakkar tóku sig til á dögunum og héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.  Halldór, Hrafnhildur og Hjalti söfnuðu 10.399 kr. 

Karl Lúðvíksson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins segir það vera til fyrirmyndar hversu mörg tombólubörn séu “starfandi” í Skagafirði og láti Rauða krossinn njóta góðs af.  Hann segir stjórnafólk Skagafjarðadeildar  Rauða krossins afar þakklátt fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf tombólubarnanna í þágu mannúðar.