20. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði

Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna.
Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir. 

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

20. nóv. 2005 : Námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um Geðraskanir

Þátttakendur á námskeiði í Árskóla
Um helgina var haldið námskeið fyrir áhugafólk og aðstandendur fólks með geðraskanir. Námskeiðið var haldið í Árskóla á Sauðárkróki.  Um 35 manns sóttu námskeiðið og komu víðsvegar af á Norðurlandi.

20. nóv. 2005 : Frétt RKÍ

Í dag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík.  Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir.

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

16. nóv. 2005 : URKÍ 20 ára

Í ár eru 20 ár liðin frá stofnun Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Í tilefni þess er boðið til afmælis laugardaginn 19. nóvember n.k. Gleðin verður haldin í húsnæði Skagafjarðadeildar Rauða kross Íslands, Aðalgötu 10b, frá kl. 16:00 til 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og Rauða kross starfið kynnt fyrir gestum og gangandi.