28. des. 2006 : Nemendur og starfsfólk í Árskóla styðja börn í Mósambík

Efnt var til söfnunar í framhaldi af þemaviku um Afríku sem haldin var í Árskóla á Sauðárkróki í lok nóvember síðastliðinn. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að gefa sem svaraði andvirði eins matarmiða eða um 160 kr. og styðja um leið starf Rauða kross Íslands við börn í Mósambík.

Söfnunin gekk vel og margir lögðu fram drjúgan skerf  úr sparibauknum. Alls söfnuðust um 62 þúsund krónur. Söfnunarféð mun renna óskipt til barnaheimilisins Boa Esperansa í Mósambík.

10. okt. 2006 : Fræðsla, glens og gaman á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðir Rauða krossins voru starfræktar áttunda sumarið í röð. Boðið var upp á þrjú tímabil, tvö á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi. Sumarbúðarstjórar voru þeir Karl Lúðvíksson, á Löngumýri og Gunnar Svanlaugsson, í Stykkishólmi. Þátttakendur komu víða að og voru samtals 36. 

Eitt meginmarkmiðið með rekstri búðanna er að bjóða einstaklingum sem búa við einhvers konar fötlun upp á skemmtilega og fræðandi sumardvöl þar sem lífsgleði, lærdómur og ljúfmennska ráða ríkjum.

Dagskrá sumarbúðanna var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fastir liðir eins og venjulega  voru:  Fræðsla um Rauða krossinn og grundvallarmarkmiðin 7 í tengslum við Solferinoleikinn, fyrirlestur og verkleg kennsla í skyndihjálp, ýmsar íþróttir svo sem borðtennis, gönguferðir, fótbolti, júdó og sund, fjallganga, sjóferð, flúðasiglingar og hestamennska, morgunstund, kvöldvaka og diskótek og kynnis- og skoðunarferðir. 

9. sep. 2006 : Göngum til Góðs

Að minnsta kosti 52 sjálfboðaliðar gengu og keyrðu til góðs í landssöfnun Rauða krossins í dag hér í Skagafirði. Dagurinn í firðinum var góður og þrátt fyrir litla vætu snemma morguns létu Skagfirðingar það ekki á sig fá heldur mættu snemma til söfnunastöðva. Marinó H. Þórisson starfsmaður Skagafjarðadeildar var söfnunarstjóri fyrir svæðið og segir daginn hafa gengið vel fyrir sig. Fólk hafi verið búið að skrá sig á vefnum, auk þess sem hann ásamt Gunnari formanni Skagafjarðardeildar höfðu verið búnir að ná á fólk í sveitinni til að keyra á sveitabæi.

28. ágú. 2006 : Fjallaferð með menningarlegu ívafi

Þann 17 ágúst fóru krakkar úr Tómstundahópi Skagafjarðardeildar Rauða krossins í fjallafeð með menningarlegu ívafi. Var förinni heitið yfir Kjöl, hin gullna hring, í Þórsmörk og endað á Menningarnótt Reykjavíkur.

Lagt var af stað frá Sauðárkróki og haldið yfir Kjöl. Stoppað var í Áfanga, Hveravöllum, Gullfossi og Geysi, staðirnir skoðaðir og nesti borðað eftir þörfum. Um kvöldið var svo komið við á Þingvöllum og grillað áður en haldið var í gististað í Reykjavík.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. – 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. 

Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.

1. jún. 2006 : Dagur Sjálfboðaliða Skagafjarðardeildar

Fjöldi sjálfboðaliða mættu í grill sem stjórnin reiddi fram
Í gær 31. maí var dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni var haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar.  Var þessi uppákoma vel sótt af sjálfboðaliðum deildarinnar enda nóg um veisluföng sem stjórnarmenn reiddu fram af mikilli fagmennsku.  Á boðstólum var kryddað lambakjöt frá Kaupfélags Skagfirðinga  ásamt meðlæti frá Hlíðarkaup.  Vill stjórn deildarinnar þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur og óeigingjarnt vinnuframlag til eflingar á starfi Rauða krossins. Með von um gleðilegt sumar. 

30. maí 2006 : Grilldagur Sjáfboðaliða Skagafjarðardeildar

Frá grilldeginum í fyrra

Í dag 31. maí verðu dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni mun  verða haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar að Aðalgötu 10b.  Eru allir sjálfboðaliðar velkomnir til að koma njóta góðs matar og eiga góða stund.

                                         

                                                                                                  Stjórnin

4. maí 2006 : Þjóðir Skagafjarðar

Þjóðahátíð á sæluviku Skagfirðinga.

Þátttakendur í Þjóðahátíð
Fyrir um ári síðan kom upp sú umræða á stjórnarfundi Skagafjarðardeild Rauðakrossins hvort ekki væri hægt að kynna deildina og RKÍ  betur fyrir því erlenda fólki sem búsett væri í héraðinu, með það að markmiði að ná því að einhverju leiti inn í starfið s.s. túlkaþjónustu, en þó ekki síður til að vekja athygli á þeirri þjónustu sem RKÍ stendur fyrir og einstaklingar af hvaða þjóðerni sem er geta leitað eftir.

27. apr. 2006 : ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

Rauði krossinn efnir til samkomu fyrir fjölbreytta Skagfirðinga, með erlent blóð eða rammíslenskt!

Í Skagafirði býr fólk af mörgum þjóðernum. Öll erum við einstök, en fólk af erlendum uppruna gerir samfélag okkar enn litríkara.

22. apr. 2006 : Vinarkveðja á Sumardaginn fyrsta.

Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar, Félagsmiðstöðin Friður og Skátarnir stóðu fyrir sumarhátíð á sumardaginn fyrsta hér á Sauðárkróki.  Var þar boðið upp á veitingar og við félagsmiðstöðina auk ýmissa leikja  Einnig var höndum tekið saman fyrir utan Sauðárkrókskirkju og hún teygð í átt að Félagsmiðstöðinni Friði við Árskóla

29. mar. 2006 : Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt þegar ég hætti í sveitarstjórn

Sigrún Alda Sighvats
Nú má ekki skilja orð mín svo, að það hafi bara verið þraut og pína að vinna að sveitarstjórarmálum, nei stundum gat það verið  bæði gaman og gefandi. Sem betur fer gefa líka einhverjir kost á sér til þessara starfa. Þá niðurstöðu dreg ég alla vega af fréttaflutning síðustu vikna, varðandi prófkjörsmál víðs vegar um landið. Það er því greinilegt að sveitarstjórnarstörf  heilla, því margir eru kallaðir, en fáir eru útvaldir.

15. feb. 2006 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða krossins 2005

Ásdís og Karl kveðja stjórn Skagafjarðardeildar.
Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 15.febrúar í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Ágætis mæting var á fundinn eða um 20 félagsmenn deildarinnar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Katrín María með fræðandi erindi um heimsókn hennar ásamt fulltrúum svæðisráðs til Mósambik á síðasta ári þar sem þau heimsóttu vinadeild svæðisins.  Auk hennar spiluðu nemendur í Grunnskólanum á Hólum frumsamið verk í upphafi fundar.

Myndir frá fundinum

14. feb. 2006 : Skagafjarðardeild fær 500.000 kr að gjöf

Gestur tekur við "stórri" ávísun úr hendi Pálma

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi afhenti Skagafjarðardeild RKÍ kr. 500.000,- að gjöf í tengslum við staðsetningu sjúkrabíls á Hofsósi. Skagafjarðardeild hefur verið með einn af bílum sínum á Hofsósi allt frá árinu 1986, og með þessu framlagi vonast Lionsmenn til að tryggja að svo verði áfram um ókomna tíð.  Er heldur ekki vitað annað en að svo verði, þar sem nánast allir eru sammála um nauðsyn þess.

Þann 7. febrúar s.l. tók Gestur Þorsteinsson við ávísun fyrir upphæðinni úr hendi Pálma Rögnvaldssonar, formanns klúbbsins, á fundi í Höfðaborg. Í þakkarávarpi sínu sagði Gestur m.a. að meðan hann sæti í stjórn deildarinnar mundi hann beita áhrifum sínum

13. feb. 2006 : 112-Dagurinn á Sauðárkróki

Ungliðahreyfingin hlúir að slösuðum
112 dagurinn var haldin hátíðlegur hér á Sauðárkróki líkt og víðsvegar annars staðar um landið.  Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir kynningu á neyðarvörnum og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Stjórnarmenn auk Ungliðahreyfingar deildarinnar ásamt Ungliðadeild Skagastrandardeildar sáu um kynninguna inn í búðinni og voru með ýmis uppátæki. Þar var hjartaáfall sett á svið og úti var bílslys sett á svið á bílastæði Skagfirðingabúðar.  Þrír stjórnarmenn þau Gestur, Soffía, og Sólrún fóru í sjúkrabílnum í bílalest annarra hjálparliða í Skagafirði yfir vötnin til Hofsóss og til Varmahlíðar. Þar var starfið kynnt og rætt við fólk  Komu þau svo með miklum tilþrifum aftur á Sauðárkrók um kl 15:00 þar sem dagurinn endaði með sýningu á bílum og tækjakosti.  Hægt er að sjá fleyri myndir á síðunni: http://www.123.is/sherlockholmes/default.aspx?page="albums

9. feb. 2006 : 112-Dagurinn

1-1-2 dagur er 11. febrúar ár hvert.  Þá taka hinir ýmsu hjálparliðar, um land allt, höndum saman um að kynna starfsemi sína og þjónustu.  Auk þess að fara með bílalest til Hofsóss og Varmahlíðar til að ræða við fólk mun Skagafjarðardeild Rauða krossins vera með kynningu á neyðarvörnum í Skagafirði og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Ungliðahreyfing Deildarinnar í samstarfi með ungliðahreyfingu Skagastrandardeildar munu standa fyrir kynningu á ungliðastarfinu, sviðsetja slys á planinu og æfa tilheyrandi aðkomu og viðbrögð. –  Lærdómsrík sýning!

9. feb. 2006 : “Hugsum áður en við hendum og látum gott af okkur leiða”.

Nytjamarkaður Rauða krossins, Aðalgötu 10.b, opnar fyrr en áður hafði verið auglýst eða sunnudaginn 12. febr. kl. 14:00 til 17:00.  Tilgangur markaðarins er að endurnýta það sem þér nýtist ekki lengur en gæti komið öðrum að góðum notum og gefa þeim kost á að kaupa það á vægu verði.  – Er ekki eitthvað í skápnum, geymslunni eða bílskúrnum sem þú vilt losa þig við en er í nothæfu ástandi?  – Ef  svo er þá er það vel þegið.

9. feb. 2006 : Fatagámurinn kominn

Smellið !!
Nýr fatagámur hefur nú verið staðsettur við húsnæði Deildarinnar, bakatil í sundinu við bílskúrinn.  Þar getur fólk farið með föt og afgreitt sig sjálft utan auglýst tíma fyrir  fatamóttöku.

7. feb. 2006 : Aðalfundarboð Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur Deildarinnar verður haldinn á Aðalgötu 10.b miðvikudaginn 15. febr. kl. 20:00.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa koma góðir gestir á fundinn með fræðandi erindi og skemmtiatriði.

22. jan. 2006 : Skyndihjálparhelgi á Löngumýri

Um helgina hittust Ungliðahreyfingarnar á Skagaströnd og í Skagafirði á Löngumýri og voru með sameiginlegt skyndihjálparnámskeið.  Leiðbeinandi var Guðjón Ebbi Guðjónsson.  Auk þess að læra skyndihjálp var skemmti fólk sér á kvöldvöku sem haldin var á laugadagskvöldinu.  Þar var farið í þrekbraut þar sem skyndihjálparnámið var aðalatriðið.  Námskeiðið tókst með ágætum og fengu þeir krakkar sem tóku þátt í því viðurkenningu fyrir þátttöku sína á því loknu.