22. jan. 2006 : Skyndihjálparhelgi á Löngumýri

Um helgina hittust Ungliðahreyfingarnar á Skagaströnd og í Skagafirði á Löngumýri og voru með sameiginlegt skyndihjálparnámskeið.  Leiðbeinandi var Guðjón Ebbi Guðjónsson.  Auk þess að læra skyndihjálp var skemmti fólk sér á kvöldvöku sem haldin var á laugadagskvöldinu.  Þar var farið í þrekbraut þar sem skyndihjálparnámið var aðalatriðið.  Námskeiðið tókst með ágætum og fengu þeir krakkar sem tóku þátt í því viðurkenningu fyrir þátttöku sína á því loknu.