15. feb. 2006 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða krossins 2005

Ásdís og Karl kveðja stjórn Skagafjarðardeildar.
Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn 15.febrúar í húsnæði deildarinnar á Aðalgötu 10b. Ágætis mæting var á fundinn eða um 20 félagsmenn deildarinnar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Katrín María með fræðandi erindi um heimsókn hennar ásamt fulltrúum svæðisráðs til Mósambik á síðasta ári þar sem þau heimsóttu vinadeild svæðisins.  Auk hennar spiluðu nemendur í Grunnskólanum á Hólum frumsamið verk í upphafi fundar.

Myndir frá fundinum

14. feb. 2006 : Skagafjarðardeild fær 500.000 kr að gjöf

Gestur tekur við "stórri" ávísun úr hendi Pálma

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi afhenti Skagafjarðardeild RKÍ kr. 500.000,- að gjöf í tengslum við staðsetningu sjúkrabíls á Hofsósi. Skagafjarðardeild hefur verið með einn af bílum sínum á Hofsósi allt frá árinu 1986, og með þessu framlagi vonast Lionsmenn til að tryggja að svo verði áfram um ókomna tíð.  Er heldur ekki vitað annað en að svo verði, þar sem nánast allir eru sammála um nauðsyn þess.

Þann 7. febrúar s.l. tók Gestur Þorsteinsson við ávísun fyrir upphæðinni úr hendi Pálma Rögnvaldssonar, formanns klúbbsins, á fundi í Höfðaborg. Í þakkarávarpi sínu sagði Gestur m.a. að meðan hann sæti í stjórn deildarinnar mundi hann beita áhrifum sínum

13. feb. 2006 : 112-Dagurinn á Sauðárkróki

Ungliðahreyfingin hlúir að slösuðum
112 dagurinn var haldin hátíðlegur hér á Sauðárkróki líkt og víðsvegar annars staðar um landið.  Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir kynningu á neyðarvörnum og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Stjórnarmenn auk Ungliðahreyfingar deildarinnar ásamt Ungliðadeild Skagastrandardeildar sáu um kynninguna inn í búðinni og voru með ýmis uppátæki. Þar var hjartaáfall sett á svið og úti var bílslys sett á svið á bílastæði Skagfirðingabúðar.  Þrír stjórnarmenn þau Gestur, Soffía, og Sólrún fóru í sjúkrabílnum í bílalest annarra hjálparliða í Skagafirði yfir vötnin til Hofsóss og til Varmahlíðar. Þar var starfið kynnt og rætt við fólk  Komu þau svo með miklum tilþrifum aftur á Sauðárkrók um kl 15:00 þar sem dagurinn endaði með sýningu á bílum og tækjakosti.  Hægt er að sjá fleyri myndir á síðunni: http://www.123.is/sherlockholmes/default.aspx?page="albums

9. feb. 2006 : 112-Dagurinn

1-1-2 dagur er 11. febrúar ár hvert.  Þá taka hinir ýmsu hjálparliðar, um land allt, höndum saman um að kynna starfsemi sína og þjónustu.  Auk þess að fara með bílalest til Hofsóss og Varmahlíðar til að ræða við fólk mun Skagafjarðardeild Rauða krossins vera með kynningu á neyðarvörnum í Skagafirði og skyndihjálp í anddyri Skagfirðingabúðar.  Ungliðahreyfing Deildarinnar í samstarfi með ungliðahreyfingu Skagastrandardeildar munu standa fyrir kynningu á ungliðastarfinu, sviðsetja slys á planinu og æfa tilheyrandi aðkomu og viðbrögð. –  Lærdómsrík sýning!

9. feb. 2006 : “Hugsum áður en við hendum og látum gott af okkur leiða”.

Nytjamarkaður Rauða krossins, Aðalgötu 10.b, opnar fyrr en áður hafði verið auglýst eða sunnudaginn 12. febr. kl. 14:00 til 17:00.  Tilgangur markaðarins er að endurnýta það sem þér nýtist ekki lengur en gæti komið öðrum að góðum notum og gefa þeim kost á að kaupa það á vægu verði.  – Er ekki eitthvað í skápnum, geymslunni eða bílskúrnum sem þú vilt losa þig við en er í nothæfu ástandi?  – Ef  svo er þá er það vel þegið.

9. feb. 2006 : Fatagámurinn kominn

Smellið !!
Nýr fatagámur hefur nú verið staðsettur við húsnæði Deildarinnar, bakatil í sundinu við bílskúrinn.  Þar getur fólk farið með föt og afgreitt sig sjálft utan auglýst tíma fyrir  fatamóttöku.

7. feb. 2006 : Aðalfundarboð Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur Deildarinnar verður haldinn á Aðalgötu 10.b miðvikudaginn 15. febr. kl. 20:00.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa koma góðir gestir á fundinn með fræðandi erindi og skemmtiatriði.