27. apr. 2006 : ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

ÞJÓÐIR SKAGAFJARÐAR

Rauði krossinn efnir til samkomu fyrir fjölbreytta Skagfirðinga, með erlent blóð eða rammíslenskt!

Í Skagafirði býr fólk af mörgum þjóðernum. Öll erum við einstök, en fólk af erlendum uppruna gerir samfélag okkar enn litríkara.

22. apr. 2006 : Vinarkveðja á Sumardaginn fyrsta.

Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar, Félagsmiðstöðin Friður og Skátarnir stóðu fyrir sumarhátíð á sumardaginn fyrsta hér á Sauðárkróki.  Var þar boðið upp á veitingar og við félagsmiðstöðina auk ýmissa leikja  Einnig var höndum tekið saman fyrir utan Sauðárkrókskirkju og hún teygð í átt að Félagsmiðstöðinni Friði við Árskóla