30. maí 2006 : Grilldagur Sjáfboðaliða Skagafjarðardeildar

Frá grilldeginum í fyrra

Í dag 31. maí verðu dagur sjálfboðaliðans hér í Skagafirði og af því tilefni mun  verða haldin grillveisla í húsakynnum Skagafjarðadeildar að Aðalgötu 10b.  Eru allir sjálfboðaliðar velkomnir til að koma njóta góðs matar og eiga góða stund.

                                         

                                                                                                  Stjórnin

4. maí 2006 : Þjóðir Skagafjarðar

Þjóðahátíð á sæluviku Skagfirðinga.

Þátttakendur í Þjóðahátíð
Fyrir um ári síðan kom upp sú umræða á stjórnarfundi Skagafjarðardeild Rauðakrossins hvort ekki væri hægt að kynna deildina og RKÍ  betur fyrir því erlenda fólki sem búsett væri í héraðinu, með það að markmiði að ná því að einhverju leiti inn í starfið s.s. túlkaþjónustu, en þó ekki síður til að vekja athygli á þeirri þjónustu sem RKÍ stendur fyrir og einstaklingar af hvaða þjóðerni sem er geta leitað eftir.