28. ágú. 2006 : Fjallaferð með menningarlegu ívafi

Þann 17 ágúst fóru krakkar úr Tómstundahópi Skagafjarðardeildar Rauða krossins í fjallafeð með menningarlegu ívafi. Var förinni heitið yfir Kjöl, hin gullna hring, í Þórsmörk og endað á Menningarnótt Reykjavíkur.

Lagt var af stað frá Sauðárkróki og haldið yfir Kjöl. Stoppað var í Áfanga, Hveravöllum, Gullfossi og Geysi, staðirnir skoðaðir og nesti borðað eftir þörfum. Um kvöldið var svo komið við á Þingvöllum og grillað áður en haldið var í gististað í Reykjavík.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. – 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. 

Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug.

3. ágú. 2006 : Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra

Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins.