9. sep. 2006 : Göngum til Góðs

Að minnsta kosti 52 sjálfboðaliðar gengu og keyrðu til góðs í landssöfnun Rauða krossins í dag hér í Skagafirði. Dagurinn í firðinum var góður og þrátt fyrir litla vætu snemma morguns létu Skagfirðingar það ekki á sig fá heldur mættu snemma til söfnunastöðva. Marinó H. Þórisson starfsmaður Skagafjarðadeildar var söfnunarstjóri fyrir svæðið og segir daginn hafa gengið vel fyrir sig. Fólk hafi verið búið að skrá sig á vefnum, auk þess sem hann ásamt Gunnari formanni Skagafjarðardeildar höfðu verið búnir að ná á fólk í sveitinni til að keyra á sveitabæi.