15. jún. 2007 : Tómstundarhópur fyrir fatlaða skellti sér til Spánar

 

Verða í 14 daga á Alicante
Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands fór í fyrra af stað með verkefni sem kallast Tómstundarhópar fyrir fatlaða. Hópur þessi, ásamt 18 fylgdarmönnum hélt af stað til Spánar þann 7. júní s.l. og ætlar sér að dvelja þar í 14 daga.

Til þess að allir meðlimir hópsins geti tekið þátt í ferðinni var nauðsynlegt að finna hóp góðs og hæfs fólks sem var tilbúið að leggja sitt af mörkum fyrir þátttakendurna. Einir 18 sjálfboðaliðar starfa í ferðinni sem allir hafa reynslu af því að starfa með þeim þátttakendum, en lagt var upp með það að þátttakendur í Tómstundahópnum þyrftu ekki að greiða fyrir fylgdarmenn sína.

Hópur þessi heldur úti skemmtilegri síðu, www.thrki.net, en þar er hægt að nálgast fjöldan allan af skemmtilegum myndum frá ferðinni og auk þess sem nýjar færslur koma daglega um gang mála á Alicante.