20. ágú. 2007 : Tombólubörn Skagafjarðar

Í sumar hafa Tombólubörn í Skagafirði safnað rúmlega 20.000 kr til styrktar Rauða kross Íslands. Árlega halda tvö til þrjú hundruð börn tombólur og safna 400 - 500 þúsund krónum sem varið er til aðstoðar börnum víðsvegar í heiminum sem eiga um sárt að binda.

Hefur skrifstofa Skagafjarðardeildar tekið á móti nokkrum hópum sem hafa haldið tombólu fyrir utan verslanir Hlíðarkaup og Skagfirðingabúð.  Hjördís, Inga M, Lovísa H og Þóranna söfnuðu 9548 kr fyrr í sumar.  Sunna Líf safnaði 6053 kr og þessi fríði hópur hér á myndinni til hliðar safnaði 4697 kr.

Vill Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands færa öllum þeim sem hafa gefið tombólupening í sumar miklar þakkir.