31. maí 2008 : Kiwanis afhentir Tómstundahópnum styrk

Á Kiwanisþingi sem haldið er á Sauðárkróki þessa helgi afhenti styrktarsjóður umdæmisþingsins Tómstundahóp Rauða kross Íslands styrk að upphæð 100.000 kr.  Voru það Kristján Heiðar, Sólveig Harpa og Jón Þorsteinn sem tóku á móti styrknum. Er það venja hjá þinginu að afhenda góðu málefni á því svæði sem þingið er haldið hverju sinni styrk sem þennan.