24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

15. sep. 2008 : Blóðgjöf er lífgjöf - Gefum Skagfirskt blóð

Á morgun þriðjudag og á miðvikudaginn mun Blóðbankabíllinn koma og vera hjá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Viljum við hvetja þig til að kíkja við og gefa af þér þar sem það er lífsnauðsinlegt fyrir okkur öll að gefa blóð.

 

Einnig hvetjum við fyrirtæki að senda starfsmenn sína í bílinn til að gefa blóð.

 

Þar sem bílinn tekur ekki marga í einu er gott að dreifa því yfir daginn að koma og mun hann vera með opið frá 11:30 til 18:00 fyrri daginn og frá 9 til 11:30 á miðvikudeginum þannig að nægur tími er til stefnu.

 

Fjölgum skagfirskum hetjum og gefum blóð.