31. des. 2008 : Nýárskveðjur

Skagafjarðardeild Rauða krossins óskar öllum skagfirskum sjálfboðaliðum farsældar og gleði á nýju ári með von um heillaríkt komandi ár.

Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins.

25. des. 2008 : Jóla kveðjur

Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands óskar Skagfirðingum gleðilegra jóla.

25. des. 2008 : Góð gjöf fyrir jólin

Sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju afhenti á dögunum Skagafjarðardeild Rauða krossins peningagjöf að upphæð kr. 100.000.- Ósk gefenda var að upphæðinni yrði varið til að styrkja þá sem eru þurfandi nú fyrir jólin. Það hefur verið árvisst að Rauði krossinn styrki þá sem eiga fjárhagslega erfitt með að halda jólin hátíðleg. Búast má við að fleiri þurfi að leita til okkar nú en áður og því er gjöfin frá Glaumbæjarkirkju þörf og ákaflega vel þegin.