30. des. 2009 : Sælla er að gefa en þiggja

 

Sunnudaginn 13. desember síðastliðin var sett upp jólatré í Húsi frítímans hér á Sauðárkrók þar sem fólk gat komið og sett pakka undir tré til styrktar mæðrastyrksnefndar en Skagafjarðardeild Rauða krossins og Hús Frítímans sem sinnir tómstundastarfi unnu saman að þessu verkefni.
Þetta var í fyrsta sinn boðið hefur verið upp á pakkasöfnun hér á Sauðárkrók og tókst vonum framar og þökkum öllum kærlega fyrir framtakið og vonum að þetta hafi verið að góðum notum.

30. des. 2009 : Skiptifatamarkaður

 

Um miðjan desember síðastliðin var haldin skiptifatamarkaður hér í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkrók. Fyrirmyndin kemur að sunnan þar sem skiptifatamarkaðir eru haldnir í grunnskólum í samstarfi við skólana og foreldra. Vegna smæðar okkar hér var ákveðið að hafa einn markað, hér á króknum, en mikið úrval var af fatnaði en markhópurinn að þessu sinni voru börn á leikskólaaldri. Þó nokkuð var um að foreldrar mættu með föt af börnum sínum og fengu notuð og ný í staðin.
 
Skiptifatamarkaðurinn nýtti sér einnig tækifærið og fór á stúfana alla leið til Grunnskólans á Hólum Í Hjaltadal en þar var jólamarkaður hjá grunnskólabörnum en vel var tekið á móti okkur þar. Börnin seldu jólate og smákökur sem þau höfðu bakað sjálf en svo gátu einstaklingar verið með bás og selt vörur sínar. Starfsmaður Rauða krossins naut dyggrar aðstoðar tveggja drengja, Hafsteins Más Þorsteinsonar og Ísaks Þóris Ísólfssonar Líndal, við skiptifatamarkaðinn en greinilegt er að áhugi á rauðakrossinum er mikill og fannst börnum sem og fullorðnum þessi nýjung, að geta skipt út fötum og fengið ný, vera frábær hugmynd.

2. des. 2009 : 100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!

Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.

Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.

 

23. nóv. 2009 : skiptifatamarkaður

 Kæru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri

Nú þegar vetur er gengin í garð höfum við hjá Rauða krossinum í Skagafirði sett upp skiptifatamarkað í Rauðakrosshúsinu fyrir allan fatnað. Foreldrar eru hvattir til að koma með notuð föt og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi fatnað eða skó. Hægt verður að skipta yfir í hlý föt, spariföt, buxur, peysur, skó og fleira.
 
Markaðurinn verður staðsettur í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b. á Sauðárkrók.
 
Opnunartími verður frá kl. 15:00 – 18:00 Miðvikudagin 2.des, fimmtudaginn 3. des og föstudaginn 4. des.
 
Endilega nýtið ykkur markaðinn – hann er einmitt fyrir ykkur öll.
 
Kær kveðja frá
Rauði kross Íslands Skagafjarðardeild og Prjónahóp rauðakross Skagafjarðardeildar
 

23. nóv. 2009 : Fatamarkaður - Nytjamarkaður

Fatamarkaður og nytjamarkaður er alla þriðjudaga frá kl. 14:00 - 16:00 fram að jólum í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b.

endilega komið og kíkið við!

Kveðja, Prjónahópur Rauðakross Skagafjarðar

5. nóv. 2009 : Rauði krossinn tók þátt í Multi Musica

Á fyrsta vetrardag var haldin skemmtileg hátíð í Miðgarði.

Forsprakkinn var Ásdís Guðmundsdóttir söngkona. Dagskráin var helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum. Lögin sem flutt voru komu frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu. Falleg og glaðleg lög sem voru flutt vel og af mikilli innlifun og gleði.

27. okt. 2009 : Fatamarkaður - Fatamarkaður

Fatamarkaður verður haldin á laugardaginn 31. október í húsi Rauða krossins á Sauðárkrók, Aðalgötu10b. Opið verður frá 12:0017:00. Úrval af barna -og unglingastærðum á góðu verði. Endilega komið og kíkið við!

20. okt. 2009 : Multi Musica í Miðgarði í Skagafirði á fyrsta vetrardag!!


Þann 24 október nk.verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Þar er um að ræða fjölþjóðlega tónlistarveislu þar sem dagskráin er helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum.

Lögin sem flutt verða koma frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu og er ætlunin að skapa alþjóðlegt, hlýlegt og litríkt andrúmsloft, kveðja sumarið og heilsa vetri. 


Multi Musica eru:
Ásdís Guðmundsdóttir, söngur og ásláttur
Sorin Lazar, gítar og flauta, tónlistarstjórn
Jóhann Friðriksson, trommur
Rögnvaldur Valbergsson, hljómborð,gítar og harmonikka
Sigurður Björnsson, bassi
Sveinn Sigurbjörnsson, bongó og trompet
Íris Baldvinsdóttir, bakraddir og ásláttur
Jóhanna Marín Óskarsdóttir, bakraddir, strengir og ásláttur
Ólöf Ólafsdóttir, bakraddir og ásláttur
Þórunn Valdimarsdótir, bakraddir og ásláttur

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Skagafjarðardeild RKÍ en í hléinu verða gestum boðnar veitingar frá ýmsum löndum sem útbúinn er af nýjum íslendingum, fólki sem er af erlendu bergi brotið og býr í Skagafirði.
Á tónleikana munu fulltrúar frá UNIFEM og Félagi kvenna af erlendum uppruna mæta og kynna starfsemi sína á tónleikunum og í hléi.

Tónlistarskóli Skagafjarðar styrkir einnig verkefnið en hljómsveitin hefur haft þar æfingaaðstöðu.
Menningarráð Norðurlands vestra styrkti verkefnið og ennfremur Sparisjóður Skagafjarðar.

Við lofum ykkur hlýlegri og skemmtilegri tónlistarveislu !!
 

13. okt. 2009 : Kynningarvika Rauða kross Skagafjarðar

Dagskrá

opið hús

opið hús verður í Rauðakrosshúsinu, Aðalgötu 10b, miðvikudagskvöldið 14. okt. Kl: 20:00-22:00. Boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi og vöfflur þar sem starfsemi deildarinnar verður kynnt auk þess geta þeir sem vilja skráð sig sem sjálfboðaliða.

Reyndu þig í skyndihjálp í Skagfirðingabúð

Karl Lúðvíksson, sem er sérfræðingur deildarinnar í skyndihjálp, verður í Skagfirðingabúð föstudaginn 16. okt. kl: 16:00-19:00 en hann mun kynna skyndihjálp og leyfa fólki að spreyta sig á skyndihjálpardúkku á staðnum.

Rauður kross við Sauðárkrókskirkju

Laugardaginn 17. október kl: 11:30 mætum við öll rauðklædd við Sauðárkrókskirkju þar sem við myndum rauðan kross og ljósmyndari tekur svo loftmyndir úr körfubíl. Samsvarandi krossar verða myndaðir um land allt en að sjálfsögðu ætlum við að hafa hann stærstan og flottastan! Góð leið til að slá tvær flugur í einu höggi, senda mynd af sér til vina og ættingjar og um leið styrkja Rauða krossinn

Verið öll hjartanlega velkomin!

Stjórn

Rauða kross Skagafjarðardeildar

13. okt. 2009 : Ert þú til þegar á reynir?

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. En að þessu sinni viljum við safna sem flestum sjálfboðaliðum til að taka þátt í viðbrögðum félagsins við neyð. Óskað er eftir fólki sem er reiðubúið að aðstoða á tímum áfalla þegar tafarlaust getur reynst þörf á að kalla út sjálfboðaliða til að rétta þolendum hjálparhönd.

 

22. sep. 2009 : Tombóludrengir á Sauðárkróki

Tveir ungir menn frá Sauðárkróki, þeir Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson og Örvar Pálmi Örvarsson, komu færandi hendi á fund stjórnar Skagafjarðardeildar Rauða Krossins fyrir skemmstu og afhentu ágóða af tombólu sem þeir höfðu haldið, alls 16.071 kr. Skagafjarðardeild Rauða krossins þakkar þeim kærlega fyrir sitt rausnarlega og óeigingjarna framlag til góðra mála.

22. jún. 2009 : Lifað og leikið á Löngumýri

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi byrjuðu sitt fyrsta tímabil um síðustu helgi í Skagafirðinum. Þær eru haldnar 11. árið í röð á Löngumýri en 5. sumarið í Stykkishólmi. Karl Lúðvíksson hefur verið sumarbúðastjóri á Löngumýri frá upphafi en Gunnar Svanlaugsson er við stjórnvölinn í Stykkishólmi. Fullbókað er á öll tímabilin en um 60 þátttakendur munu sækja sumarbúðirnar í sumar.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

25. maí 2009 : Grilldagur Sjálfboðaliðans !

Á morgun þriðjudag verður grilldagur sjálfboðalians.  Öllum sjálfboðaliðum Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands er boðið að taka þátt.  Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. frá kl 18:00 og frameftir kvöldi.

29. apr. 2009 : Blóðbankinn á ferð og flugi

Nú er blóðbankinn á ferðinni í firðinum. Viljum við því hvetja alla Skagfirðinga og nærsveitamenn að taka smá tíma frá þann 5. eða 6. maí og gefa af sér.  Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Því er mikilvægt að við fjölmennum í næstu viku á Skaffó -planið þar sem bíllinn verður.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

5. maí frá kl. 11:30 - 18:00.
6. maí frá kl. 09:00 - 11:30.

Munið eftir að taka með persónuskilríki

4. mar. 2009 : Aðalfundur Skagafjarðardeildar RKÍ

Aðalfundur SKagafjarðardeildar Rauða kross Íslands verður haldin í húsnæði deildarinar að Aðalgötu 10b,  miðvikudaginn 11. mars n.k.  Eru sjálfboðaliðar og aðrir velgjörðamenn deildarinnar boðnir velkomnir á fundinn. Fundurinn hefst  kl 20:00.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.