29. apr. 2009 : Blóðbankinn á ferð og flugi

Nú er blóðbankinn á ferðinni í firðinum. Viljum við því hvetja alla Skagfirðinga og nærsveitamenn að taka smá tíma frá þann 5. eða 6. maí og gefa af sér.  Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Því er mikilvægt að við fjölmennum í næstu viku á Skaffó -planið þar sem bíllinn verður.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

5. maí frá kl. 11:30 - 18:00.
6. maí frá kl. 09:00 - 11:30.

Munið eftir að taka með persónuskilríki