27. okt. 2009 : Fatamarkaður - Fatamarkaður

Fatamarkaður verður haldin á laugardaginn 31. október í húsi Rauða krossins á Sauðárkrók, Aðalgötu10b. Opið verður frá 12:0017:00. Úrval af barna -og unglingastærðum á góðu verði. Endilega komið og kíkið við!

20. okt. 2009 : Multi Musica í Miðgarði í Skagafirði á fyrsta vetrardag!!


Þann 24 október nk.verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Þar er um að ræða fjölþjóðlega tónlistarveislu þar sem dagskráin er helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum.

Lögin sem flutt verða koma frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu og er ætlunin að skapa alþjóðlegt, hlýlegt og litríkt andrúmsloft, kveðja sumarið og heilsa vetri. 


Multi Musica eru:
Ásdís Guðmundsdóttir, söngur og ásláttur
Sorin Lazar, gítar og flauta, tónlistarstjórn
Jóhann Friðriksson, trommur
Rögnvaldur Valbergsson, hljómborð,gítar og harmonikka
Sigurður Björnsson, bassi
Sveinn Sigurbjörnsson, bongó og trompet
Íris Baldvinsdóttir, bakraddir og ásláttur
Jóhanna Marín Óskarsdóttir, bakraddir, strengir og ásláttur
Ólöf Ólafsdóttir, bakraddir og ásláttur
Þórunn Valdimarsdótir, bakraddir og ásláttur

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Skagafjarðardeild RKÍ en í hléinu verða gestum boðnar veitingar frá ýmsum löndum sem útbúinn er af nýjum íslendingum, fólki sem er af erlendu bergi brotið og býr í Skagafirði.
Á tónleikana munu fulltrúar frá UNIFEM og Félagi kvenna af erlendum uppruna mæta og kynna starfsemi sína á tónleikunum og í hléi.

Tónlistarskóli Skagafjarðar styrkir einnig verkefnið en hljómsveitin hefur haft þar æfingaaðstöðu.
Menningarráð Norðurlands vestra styrkti verkefnið og ennfremur Sparisjóður Skagafjarðar.

Við lofum ykkur hlýlegri og skemmtilegri tónlistarveislu !!
 

13. okt. 2009 : Kynningarvika Rauða kross Skagafjarðar

Dagskrá

opið hús

opið hús verður í Rauðakrosshúsinu, Aðalgötu 10b, miðvikudagskvöldið 14. okt. Kl: 20:00-22:00. Boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi og vöfflur þar sem starfsemi deildarinnar verður kynnt auk þess geta þeir sem vilja skráð sig sem sjálfboðaliða.

Reyndu þig í skyndihjálp í Skagfirðingabúð

Karl Lúðvíksson, sem er sérfræðingur deildarinnar í skyndihjálp, verður í Skagfirðingabúð föstudaginn 16. okt. kl: 16:00-19:00 en hann mun kynna skyndihjálp og leyfa fólki að spreyta sig á skyndihjálpardúkku á staðnum.

Rauður kross við Sauðárkrókskirkju

Laugardaginn 17. október kl: 11:30 mætum við öll rauðklædd við Sauðárkrókskirkju þar sem við myndum rauðan kross og ljósmyndari tekur svo loftmyndir úr körfubíl. Samsvarandi krossar verða myndaðir um land allt en að sjálfsögðu ætlum við að hafa hann stærstan og flottastan! Góð leið til að slá tvær flugur í einu höggi, senda mynd af sér til vina og ættingjar og um leið styrkja Rauða krossinn

Verið öll hjartanlega velkomin!

Stjórn

Rauða kross Skagafjarðardeildar

13. okt. 2009 : Ert þú til þegar á reynir?

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. En að þessu sinni viljum við safna sem flestum sjálfboðaliðum til að taka þátt í viðbrögðum félagsins við neyð. Óskað er eftir fólki sem er reiðubúið að aðstoða á tímum áfalla þegar tafarlaust getur reynst þörf á að kalla út sjálfboðaliða til að rétta þolendum hjálparhönd.